Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 2
18 SKINFAXÍ um almennar skemtisamkomur fyrir eldri og yngri menn úr bygðinni. Kringum lnisið er trjálundur. Á hent- ugum stað í sveitinni er sundlaugin. Þar lœra allir unglingar sund, og œfa sig eftir |jví, sem Jieir ná til. Einu sinni á ári er liátíð fyrir mörg félög úr sömu sýslu eða héraði. Það eru vorjtiiigin gömlu, endur- reist, og löguð eftir nútíma skilyrðum. Æska og elli. EllimOrkitl Svo er sagt í Eddu, að Iðunn „varðveiti í eski sínu epli J)au, er goðin skulu á bíta, er þau eldast og verða þá öll ung“. Það er einmitt þessi elli, sem allir verða að glíma við, eins og Þór forðum. Hún sækir alla heim, einstaklingn og Jjjóðir. Hún eltir menn á röndum. Hún kemur í hreysi kotunganna og leggur þá að velli og hún gengur fyrir sjálfan kónginn og fer eins með hann. Hún gerir engan mun fátækra né ríkra. Og hversu sem menn beita brögðum, kemst enginn undan henni til Íengdar, en misjafnlega tekst rnönnum að verjasl eltingum hennar og fangbrögðum. Suma tekur hún á æskuskeiði og gerir þá að gamalmennum, til orðs og æðis þegar í stað. Aðrir verjast svo vel, að engin ellimörk sjást á þeim fram á gam- alsaldur og nokkra sigrar hún aldrei — andlega. Því tölum við um gráhærð ung- menni. Stundum nær hún tangarhaldi á heilum hóp manna í einu. Hún setur mörk sín á sum félögin, kemur í þau stirðleika og sljóleika og andlegri uppdráttarsýki. Nú éru mörkin hennar á sumum ung* mennafélögunum orðin okkur, sem berum þau fyrir brjóstinu, ærið umhugsunar og áhýggjuefni. Þessi ellimörk kom helst til skjótt í ljós á sumum þeirra. Þau eru ekki orðin nema 5—8 ára gömul, þegar Jiau eru farin að dofna og jafnvel deyja. 20 manns stofna félagið og svo bætist eitthvað við fyrsta árið; úr Jjví ekkert. Árin líða, félagarnir eldast, smálýna tölunni, en engir nýir og yngri bætast við. Eftir 8 ár eru sumir stofnendurnir dánir eða fluttir í burtu, giftir og farnir að búa. Hinir sem eftir eru, treysta sér ekki til að halda lífinu í félaginu, eða þá að þeir bíða eftir nýjum lífsstraum, og styrk frá sambandinu, sem befur viljann, en hefir hingað til vantað máttinn, sakir þröngsýni löggjafanna. Þessi lýsing sem bygð er á nákvæmri athugun, er síst gleðileg og á ekki við mikinn hluta sambandsfélaganna; þau eru fæst orðin svona greinilega mörkuð. Eg gætið ykkar við ellinni ungu menn og konur! Og Ijáið henni einskis fangstaðar á félögunum ykkar kæru, svo að bún leiði þau ekki ofan í gröfina, áður en ykkur varir. Verið því á verði! Ástaeður Eflaust eru margar orsakir þessarar elli og deyfðar. Þolleysið íslenska, segja sum- jr, en það er í munni margra orsök allra meina. Er ilt að una þeirri skýring einni. Sú er ein orsökin, að í félögunum er mjög fátt roskinna og ráðsettra manna, flest lítt þroskaðir og kviklyndir unglingar. Kennarar, sem köllun sinni samkvæmt, ættu að vera sjálfkjörnir leiðtogar félag- anna, verða fáir svo gamlir í embættinu* að það bæti mikið úr. Veit ég þö af félagi nokkru á Suðurlandi, þar sem rosk- inn kennari er helsti leiðtoginn, en það er líka eittlivert hið besta ungmennafélag, er ég þekki. Um prestana mætti í þessu sambandi segja hið sama og kennarana, en reynslan sýnir eigi, að þeir láti sér neitt ant um félögin, að fáeinum undan- teknum. Má og segja um allan þorra hinnar eldri kynslóðar í Iandinu, að hún hafi lítinn styrk léð félögunum, nema þar sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.