Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 1
Hlutverk ,Vermannanna“ Ungmennafélögin liafa nú starfað hér á landi i rúm tíu ár. Þau hal'a að meira eða minna ieyti náð fótfestu í tlestum sveitum landsins. Minni hefir framförin orðið i kauptúnunum. Ástæðan sú, að kauptúnalifið hefir alt fram til þessa verið óhagstætt hugsjónalifi,og því skort jarð- veginn þar. En á þessum liðnu árum hafa ungmennafélögin sýnt ótvirætt, að þau eiga erindi til mikils hluta þjóðarinn- ar. Þau geta verið œskulýðskóli sem eflir félagsmewningu. Á árunum frá fermingaraldri og fram yfir tvítugt er vor- gróður i mannlífinu. Þá dreymir unga menn og ungar konur stóra drauma. Þá eru bygðar skýjahorgir. Þá er starfshugur- inn og sfarfslöngunin mest. Þá verður unga fólkið að hafa viðfangsefni við sitt hæfi. Annars stirðna hæfileikarnir, og mennirnir ná ekki fullum þroska. Æsku- árin verða í endurminningunni dauð eins og eyðisandur. Menn skilja best nauðsyn æskumanna- samtakanna með því að athuga þær fé- lagskröfur, sem heilbrigt ungt fólk gerir,þar sem það er ekki læst í fjötur langvarandi kyrstöðu. Unga fólkið vill vinna, en það hefir fleiri áhugamál. Það vill koma sam- an á mannfundi við og við. Sumir hafa áhuga á íþróttum, einni eða fleirum, oft mörgum. Aðrir hafa gaman af söng, kappræðum og ritdeilum. Og flestir hafa gaman af dansi. Hér eru nefndir nokkrir Sambandsþing U. M. F. í. verður haldið í Reykjavík 14. júní n. k. Byrjar kl. 12 á hádegi. Meðal annara mála verða þessi tekin til umræðu: Fjárhagur sambandsins. Fjárlög til næsta sambandsþings. Efling ungm.fél.skaparins. íþróttir. Skógrækt. Stjórnarkostning. Sambanástjórnin. þræðir úr áhugamálavef æskunnar. Ung1 mennafélögin hafa nokkurn veginn fullnægt þessum kröfum, og ættu að geta það bet- nr hér eftir, því að reynslan hefir vísað til vegar. Gott ungmennafélag á að hafa fjölbreytileg viðfangsefni. Það á að vera sameiginlegt heimili félagsmanna. Það á að koma þar til sögunnar, sem heimilin náekki til. Hversdagslega er vintian, daglegu störfin, en þó einhverjar tómstundir. Þær heyra undir veldi félagsins. Þá grípa þeir bókhneigðu bók úr safni félagsins. Iþrótta- maðurinn, karl eða kona, æfir sig eftir föngum, býr sig undir kappleiki við sína jafningja. Einu sinni á mánuði er fundur. f'élagið á fundarhús, ef til vill þannig gert að þar megi sýna einfalda sjónleiki og æfa sumar íþróttir. Þar er geymt bóka* safnið, hið andlega forðabúr sveitarinnar. Fundirnir eru tvennskonar. Stundum lokaðir, eingöngu fyrir félagsmenn. Stund‘

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.