Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 7
SKINFAX1
23
Ðti-iþróttir.
(El'tir Bennó).
Knattspyrna.
XVII.
Næst fylkingaskiputi koma listareglur
leiksins til athugunar. Eins og nafn þess-
arar í}>róttar bendir til, eru fæturnir aðal-
vopnið til sóknar og varnar. Þó að spyrnt
sé með fætinum, má gera það á svo marga
vegu, að undrun sætir. Það sem aðkomu-
menn laka fyrst eftir, er þeir horfa á knatt-
spyrnuleik hér, er að llestir leikmenn
spyrna knettinum bara með tánni, og furð-
ar þá sem vonlegt er á þessum einhliða
leik, þar sem að þeir vita að algengasta
reglan er að spyrna knettinum með rist-
inni, utan- og innanfótar. Með því verð-
ur spyrnan mjög ákveðin og viss stefna
knattarins, en sem hinsvegar, ef aðeins er
spyrnt með tánni, að spyrnan verður oft-
ast óákveðin, og óViss stefna knattarins.
Sagt er að ein táspyrna af 20 nái tilgangi
sínum. Menn spyrna knettinum með tá-
spyrnum meira úr leið en áleiðis. Ein-
staka sinnum við hornspyrnur hafa táspyrn-
ur tekist vel, og hefir það víst mest haft
þau áhrif, að enn þá eru táspyrnur mest
notaðar hér, en þrátt fyrir það er langt
um vissara og betra að taka upp ristar-
spyrnur; mun það tljótt sannast þegar
að menn eru alment farnir að iðka þær.
Ristarspyrnurnar, utan og innan fótar eru
sérstaklega ákjósanlegar framherjunum og
öðrum skilamönnum, einnig við smáspyrn-
ur og rekstur, ieikm. fær betra vald á
knettinum og gengur því betur reksturinn
og skilsemin. — Það sem allir rekstrar-
menn skulu athuga er það, að knötturinn
fari aldrei fjær ])eim en ]iað, að auðvelt
sé þeim að ná honum og spyrna i' næsta
skrefi — það er allur galdurinn. Leggi
sveit góða rækt við ristarspyrnur og sam-
leik, verður erfitt að sigra hana. Liggi
knötturinn kyr á leikvelli er auðvelt að
spyrna honum, en sé hann á ilugferð á
jörðu eða í lofti, er ekki fyrir viðvaninga
að spyrna honum eða stöðva, þó að mað-
ur komist í færi. Er því ráðlegt fyrir
leiktnenn að leggja rneiri stund á, en gert
hefir verið, að stöðva (svæfa) knöttinn og
að spyrna, þegar hann er á flugferð. —
Besta ráðið að svæfa knöttinn mun vera
að slá fætinum yfir hann, og halla sér vel
áfrant, svo hann hoppi ekki aftur upp, frá
jörðu Er það ekki auðvelt og tekur
langan tíma að læra það. — Þá er ein
listin sem allir leikmenn verða að kunna
og það er að „skalla knöttinn", hefir það
oft komið að hinu mesta liði, t. d. hafa
bakverðir slöðvað árásir á mark, og fram-
herjar skallað knöttinn í markið. Er „koll-
spyrnan" því þýðingarmeiri en nú alment
er haldið. Til þess að geta ráðið sem
best stefnu knattarins í kollspyrnu, er best
að knötturinn lendi ofarlega á enninu, og
vinda svo höfðinu við, þannig að stefnan
markist við það- Er oft fallegt að sjá
kollspyrnur. — Hælspyrnur eru fáséðar
hér, en oft gætu framherjar séð sér leik
á borði, vilji þeir bara nota þær; Iíka.
mundu þeir geta í lotunni haldið knettin-
um lengur. — Hælspyrnur eru framdar á
þann hátt, að leikm. eins og stígur tram
yfir og fyrir knöttinn, og í því hann stíg-
ur niður, spyrnir hann knettinum bakleið-
is aftur fyrir sig. Kemur þetta bragð
flestum að óvörum og er því ágætt uð
nota það. Vítaspyrnur og hornspyrnui-
er best að láta einhvern leikmanna æfa
sérstaklega, en aukaspyrnur eiga allir
leikmenn að geta framið án mikillar æf-
ngar. Verða leikmenn að fremja þessar
spyrnur eins og best á við í það og það
skifti, það er ekki svo auðvelt að gefa
aðrar bendingar en þær, að leikmenn
skulu fremja þessar spyrnur með sem
mestum krafti, og nota helst ristarspyrn-
ur. Við hornspyrnu skal hornspyrnumað-
ur komd. knettinum sem best upp á ristina