Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI 19 þau hafa veiið svo heppin að geta leyst af höndum einhverjar áþreifanlegar fram- kværndir, t. d. komið upp forðabúri, bygt fundarhús o. fl. þ, h, Nokkuð er þetta þó að breytast og virð- ist margt benda á að fylgi bjartsýnna eldri manna, muni i náinni framtíð mega teijast álitlegur tekjuliður í yfirlitsreikningi stefnunnar. Of lítil verkaskiíting er mörgum félögum til tjóns. Einn eða fáeinir menn gangast fyrir stofnun félagsins. Þeir lenda í stjórn. Síðan tala þeir, framkvœma og hugsa flest fyrir félagið. Þeir og félagið eru alt, meðan þeir fylla flokkinn, en svo verða þeir að fara; einn deyr annar flytur i burtu og þriðji og fjórði fara af öðrum ástæð- um. Þá situr félagið eftir-með sárt enn- ið, eins og höfuðlaus her, Jítt vanur félags- störfunum, forsjárlaus og skynlílill á stefnu og takmark. Hefir slík vanhyggja for- göngumannanna víða viðbrunnið og það sannast, er einn merkur ungmennafélagi sagði, að ósérhlífnustu ákafamennirnir yrðu stundum mestu gallagripirnir. En meinlegasta orsök ellinnar og undir- rót margs, er miður fer, er þó sú, að þá er ofan á þessi og önnur misgrip æsk- unnar og skilningsleysi og þungan and- róður mikils hluta hinnar stjórnandi stéttar í landinu, bætist tilfinnanlegur skilnings- skortur sjálfra samherjanna á hugsjón félagsskaparins. Þessi grunnfærni, er nú var nefnd, er því miður engin grýla, heldur sannanleg staðreynd, sem mjög tetur og dregur úr gróðrinum á akri félaganna. Hugsjónin — að algræða landið og um- bæta j)jóðina — er fullboðlegl merki á gunn- fána hvers æskumanns, sé hún rétt túlkuð. Samt eru félögin fá og fámenn og varla til í sumum sýslum. Hver vill halda því fram, að hér sé eingöngu þolleysinu ís- lenska um að kenna, eða deyfð, og blind- ri sjálfsánægju yfir hálfmenningu þjóðar- innar? Nei, ég verð að ætla, að fjöldinn sem fylkti sér undir merki félaganna, hafi eigi vitað né skilið nógu vel, hverju hann hann tók svo opnum örmum og að sam- hliða skitningsskorti fjöldans, sé skilnings- skortur einstakra foringja, blátt áfram skortur á hæfum foringjum, er hafi nógan skilning á stefnunni og geti túlkað hana rétt, sterkan vilja og nógu mikinn siðgæð- isþroska, kærleik til manna, til að verða sveit sinni og ættjörð að liði, og séu þar að auki gæddir þeim, persónukrafti er þarf til að geta safnað fjöldanum undir merki þeirra hugsjónar, er þeir berjast fyrir. Þetta er mesta hörmungin, að ljósið í foringjum og samherjuni skuli vera myrk- ur. Það er orsökin ellinnar og sennilega helsta undirrót doðadúrsins, sem runninn er á sum félögin og renna mun á fleiri þeirra, ef eigi er frekar að gert. Hjálpræðið Liggur nú næst fyrir að athuga hvaðan félögunum megi koma styrkur, ef það er rétt, að skilningsbrestur og foringjaskortur, ásamt andróðri sumra eldri mannanna — er tíminn^og sýnilegir ávextir munu að engu gera — valdi mestri ellinni í félögunum. Ekki er sennilegt, að hann komi beint frá embættismönnunum né alþýðu, en frá skólunum ætti hann að koma og gæti komið t. d. frá góðum unglingaskólum í sveitum. Þeim er vel trúandi lil aðvekja og örva æskumennina og fremur öðrum skólum er þeim trúandi til að verða þjóð- legir og orka í þá stefnu. Ungmennafé- lögin eru slíkum skólum skyld, enda runn- frá lýðháskólunum. Hvorartveggja eru uppeldisstofnanir en geta þó hvorugar komið í hinnar stað. Virðist því eðlilegt og sjálfsagt að ungmennafélög og ung- mennaskólar haldist. í hendur, svo mjög sem unt er. Og það veit sá, er þetta ritar, að þó hans félagi hafi verið stundar missir að félögum, er sótt hafa ungmcnna. skólann í næstu sveit, þá hefir sá skaöi end- urgreiðst nieð háum vöxtuni, er þeir hafa komið aftur. Svo mjög hefir andi þeirra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.