Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1917, Blaðsíða 8
24 SKINFAXI mm úður en spyrnt er, því betra er fyrir framherja að taka á móti knettinum i loftinu, fyrir framan markið, en með jörð- inni, þar sem mótherjar eru flestir til varn- ar. Þá ber hornspyrnumanni að spyrna kneltinum með þeim fœtinum sem fjær er endamörkum. Sé hornspyrna rösklega framin, er hægra fyrir framherjana að skalla knöttinn í mark. Atrennuspyrnur getur maður kallað auka- horn- og vítaspyrn- urnar, því leikmenn eiga aldrei að taka alrennu við aðrar spyrnur í leiknum, er það ljótt og tefur leikinn, og sú sveit er það notar, tapar ílestum bestu tækifærun- um vegna þessara aukaatrenna, með þeim verður leikurinn aldrei fjörugur. — Skessu- spyrnur skulu bakverðirnir temja sér, það er að spyrna upp og aftur yfir höfuð sér (half vollage) — og framkvæmt á þann hátt, að leikmaður spyrnir, ofan til með ristinni, undir knöttinn við upprás hans, og hallar sér áfram. — Flýtir, áræði, snarræði, liðleiki og leikni, það eru þeir eiginleikar sem koma að bestu liði í knatt- spyrnukappleik. Af krafti verður að spyrna á mark, ef árangur skal verða nokkur. Breytið nú til knattspyrnumenn og not- ið nú hér eftir meira ristarspyrnur, — æfið þær skynsamlega. — Þið vítaspyrnu- menn spyrnið á markið meira á vinstri hönd markverði, því þar er hann veikast- ur fyrir, en þó má þetta ekki verða að reglu, því þá mun bakvörðurinn vara sig fljótt á því. FélagsmáL Fyrirlestraferðlr: Því miður gat Jónas Þorbergsson eigi komist til félaganna á Ausurlandi, svo sem til var ætlast. Hann veiktist af lungnabólgu á austurleið, og verður ekki fær til langferða í vetur. Húnvetningar og Dalanieiin hafa mælst til, við sambandsstjórn, að sendir yrðu fyrirlestramenn, um þau hér- uð í vetur. Talið liklegt að það mundi flýta fyrir |>ví, að félögin á þessum slóð- um gengju í sambandið. Vegna dýrtíðar og fjárkreppu varð ekki við þessu snúist, að sinni, en sambandsstjórnin hefir mikinn áhuga á því, að senda góða fyrirlestra- menn um þessi héruð og önnur sem líkt er ákomið með, jafnskjótt og kringum- stæður leyfa. Skinfaxi. Dráttur sá, sem orðið hefir á útkomu blaðsins, stafar af örðugleikum við papp- írsaðflutninga. Auk þeirra félag-n er kvittað var fyrir í janúarblaðinu, hafa þessi félög gert skil til fjórðungs- stjórnar Sunnlendinga: IJ.M.F. Biskupstungna — Skeiðamanna — Eldborg — Stokkseyrai — Brúin — Borgarhrepps — Stafholtstungna — Óðinn — Akraness 27. _ 4. — 1917. Fjórðungsstjórnin. Aðalfundur. Tóbaksbindindisfélaga íslands verður haldinn f Rvík 14. júní n. k. Stjórnin- Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentstniðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.