Skinfaxi - 01.05.1917, Qupperneq 1
Ágreiningsatriðin á stefnuskrá
U. M. F. í.
Á ferðum minum meðal ungmennafélag-
anna norðanlands hefi eg heimsótt allmörg
félög utan sambands U. M. F. Í. Hefi
eg gert mér far um að hvetja þau til
samvinnu og til þess að ganga í samhand-
ið. Því nær alstaðar hafa menn kornið
auga á samvinnuþörfma. Frá því eru þó
undantekningar. í Kræklingalilið hefi eg
orðið var við minstan félagslegan þroska.
Hvervetna annarsstaðar í Eyjafjarðarsýslu
var erindi mínu tekið nijög vel, og naut
eg þar hinnar mestu gestrisni og fyrir-
greiðslu.
í Suður-Þingeyjarsýslu er nokkuð öflugt
héraðssamband, sem hefir enn ekki séð
sér fært að ganga í samband U. M. F. I.,
og er það illa farið. Það mál hefir nú
verið tekið til rækilegrar íhugunar í félög-
um S. Þ. U. og mö.inum er að verða
það ljóst, að hér þarf meira, ef vel á að
fara, en að setja fyrir sig fætur.
Það sem mest mælir með sambandi
allra ungmennafélaga er að mínu áliti
þetta:
1. Um ungmennafélögin gildir hið sama
og önnur félög, að áhrif þeirra út á við
á ýmsum sviðum þjóðmálanna verða því
meiri, sem þau eru fjölmennari, öflugri
og standa betur saman.
2. Þar sem U. M. F. í. hafa að und-
anförnu notið styrks frá rikinu, eru likur
til þess, að sá styrkur fari vaxandi með
vexti sambandsins. Að félögunum aukist
þannig bolmagn til framkvæmda, og fleiri
njóti styrks þessa beinlínis og óbeinlínis.
3. Að góð samvinna inn á við í félög-
unum er þeim sæmdarauki, vottur um
heilbrigði og gefur von um langlifi. Það
ávinnur þeim traust og virðingu þjóðar-
innar. Hver sú heild, sem er sjálfri sér
sundurþykk, er dauðadæmd.
Lífsskilyrði hvers einstaks félags eru
meira og minna háð afstöðu þeiíra og
sambands við önnur slík félög.
Með hugböndum og viðkynningu félag-
anna berast hugsjónir og andlegir straum-
ar milli þeirra, sem glæða áhugann, og
hrinda kröftum til starfa. Hvert það fé-
lag, sem vill einangrast og búa að sínu,
og þykist sjálfu sér nóg, veltur um sjálft
sig fyr en þau, sem taka höndum saman
við önnur. Sjálfsþótti getur aldrei sam-
rýmst sönnum og heilbrigðum félagsanda.
5. Einstökum félögum er þvi sem næst
ókleyft að veiia sér fyrirlestra og íþrótta-
kenslu, þar sem stærri samböndum veitist
þetta léttar og þvi léttar, sem þau eru
stærri.
,6. Ungmennafélögin mega ekki setja sér
tægra stefnumið en það, að verða eitl af
menningaröflum þjóðarinnar. Þess vegna
ætti þeim, sem standa í félagsskapnumt
að verða hann svo kær og hjartfólginn,
að þeim væri létt og ljúft að fórna miklu
hans vegna af því, sem snertir hvern ein-
stakan persónulega.
Fleira mætti telja, en þetta gefuj- hverj*