Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1917, Page 2

Skinfaxi - 01.05.1917, Page 2
84 SKINFAXt um góðum félagsdreng ærna ástæðu til umhugsunar um það, hvort ekki sé nú kominn tími, til þess að vinna ósleililega að samvinnu allra ungmennafélaga í land- inu. Hvort ástæður þær, sem hingað til hafa hindrað þessa samvinnu, eru ekki léttvægar, skoðaðar í ljósi félagsnauðsyn- innar. Hvort ágreiningsatriðin eru svo alvarleg, að þau réttlæti svo alvarlega sundrungu. Mér virðist, að með sann- girni megi gera ráð fyrir því, að hagur einstakra félaga og minni sambanda af samvinnu við U. M. F. í. yrði hlutfalls- lega þeim mun meiri, sem þau eru minni heiidir. Eg skal nú með fáum orðum minnast á þau atriði í stefnuskrá U. M. F. í. sem valdið hafa ágreiningi. í lögum félagsins er ákvæði um það, að félagsmenn allir skuli þúast. Eg hefi álitið að þetta eigi að vera samúðarvottur, — nokkurskonar kennimark félaganna. Jafnvel þetta atriði hafa ungir menn í sveitum sett á odd, þótt ólíklegtsé. Sann- arlega væri það menningarmark ef æsku- lýður landsins vildi andæfa gegn jafn hé- gómlegu tildri og stétlagorgeir, sem of mikið ber á hér á landi. Ólíklegt þykir mér að almenningur í sveitum landsins setji þetta fyrir sig, og að þingeysk félög láti það miklu skifta, því óviða mun jafn lítið þérast sem þar. Þá er ákvæðið um það, að félögin skuli byggja starf sitt á kristilegum grundvelli. Ut af því hefir orðið mikill úlfaþytur í sumum félögum. Sumum þykir orka tví- mælis um það, við hvað sé átt, og skilja það svo, sem hér sé um trúarskilyrði að ræða. Nú er það augljóst, að starfsemi ungmennafélaganna er skýrt mörkuð í stefnuskrá og lögum þeirra, og eru trúar- ákvæði né trúariðkanir hvergi nefndar á nafn. Það er því auðsætt, að félögin hafa aldrei ætlað sér að verja né halda að mönnum neinum sérstökum trúarskilningi. Hinsvegar lýtur þetla ákvæði að þvi, að ■■ i i ——■—mmmtmwmmmmtmrna—■<—M——— þessi starfsemi félaganna, sem þannig er mörkuð, skuli bygð á kristilegum grund- velli. Hér vr því átt við hinn siðferðis- lega grundvöll kristinnar kenningar. Raunar er kröftugasta röksemdin, sem andmælendur hafa á takteinum sú, að á- kvæðið sé óþarft! Ekki að það skaði neinn. Um það má að vísu deila. Fleiri siðferðisgrundvellir eru til, en hinn kristi- legi. Er það ósanngjarnt, að ætlast til þess af æskulýð landsins, að hann hafi ein- hverja siðferðislega kjölfestu og geri sér Ijóst hver hún er? Sumir slá um sig með þessu: „Stríðsþjóðirnar þykjast líka byggja á kristilegnm grundvelli". Eigum við að láta djöfulæði hernaðar- þjóðanna koma okkur til að trúa því, að hinn kristilegi grundvöllur sé ekkert á- kveðið? Hinsvegar tel eg óþarft að orða þetta svo í stefnuskránni, að vafi gæti leikið á við hvað sé átt. Tel því rélt, vandfýsn- innar vegna, að orða þetta: „Kristilegum siðferðisgri ndvelli". Þá er þriðja og alvarlegasta atriðið — bindindismálið. Fyrsta röksemdin, sem andstæðingar þess hampa er sú, að það sé skömtn fyr- ir þjóðina vegna hannlaganna. Fyrst kemur hér til greina þelta: Hafa bannlögin útilokað bindindisþörfina? Fáir munu játa því. Ber þá ekki að líta á þörfina fyrst fremur en yfirborðsáferð þessa atriðis? Er þá ekki þessi röksemd veigalítil og grunnhugsuð yfirborðsástæða? Sé um skömm að ræða í sambandi við bannlögin, felst hún í því, hversu þau eru lítilsvirt og illa vernduð. Á þá skömm auka ungmennafélögin ekki með bindmd- isheiti, heldur þvert á móti minka hana á þann hátt, að vernda æskulýðinn frá þess- um lögbrotum. Með bindindisstarfsemi hefir málinu ver- ið hrundið þetta áleiðis, og með þeirri starfsemi landsmanna mætti veita lögun* um nokkura uppbót á því verndarlapi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.