Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1917, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1917, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 að snerpan er töpuð. og að fæstir koma aftur á næstu æfingu. Að æfing stæði yfir i 2 klst. fyrir fullorðna, 18 óra eða eldri, gæti komið til mála, t. d. síðasta mánuðinn, sem æft væri fyrir kappmót, svo reynsla fengist um þol leikmanna. Ánnars skal leiklengd vera eins og að ofan er sagt. „Best , að hætta hverjum leik, þá hæst hann fer“ — hætta helst þannig, að allii' hlakki til næstu æfingar. Eg hefi tekið eftir því hér á kappmót- um, að menn eru vissari að skjóta og „skora“ eystra markið en það vestra á íþróttavellinum í Rvík. Þykist eg vita að það komi af því, að ekki er skift um mark í hálfleik, eins og vera ber og knaltspyrnu- lögin skipa, svo að framherjarnir æfast aðeins á því að skjóta á sama markið. Gleymið því eigi að skifta um mark á æfingum. Þar sem leikmenn hlaupa ýmist með smáum eða stórum skrefum á víxl, þreyl- ast þeir síður á hlaupunum. Það er hin jafna, stöðuga og tilbreytingarlausa hreyf- ing, sem þreytir mest, en breytingin hvílir, þess vegna er það, að lengdarhlauparar hvíla sig oft á því að breyta um „hlaupa- stíl“, þeir brokka og skokka á víxl, ef eg mælti svo segja, en þar sem knattspyrna er ekkert lengdarhlaup, en mest sprett- hlaup, þá ber leikmanni að vera snar í snúningum, gera ekkert með hangandi hendi, heldur taka á öllu því besta, hvort heldur þeir taka þátt í atsókn eða ásókn. Æfið göngur ó morgnanna, það eykur þolið og styrkir orkuna, liðkar vöðvana, sem hal'a harðnað um of við æfingarnar. Hver knattspyrnusveit skal hafa sérstak- an samlitnn búning, er þeir ganga til leika. Þá skulu rnenn klæða sig eftir veðuráttu en ekki eftir tísku. Markvörður skal alt af vera betur klæddur en aðrir leikmenn, vegna kyrstöðu sinnar. Hann ætti altaf af að hafa við hendina peysu, trefil og vetlinga. Ef notaðar eru legghlífar skal spenna þær á fótlegginn fyrir innan soklt- inn. Golt er að hafa tvenna sokka og hafa þá legghlífarnar á milli þeirra. Stíg- vél skal nota á kappmótum en aldrei skó. Knattspyrnustígvél fást í flestum skóversl- unum. Ef leikvöllurinn er ekki góður, koma iðulega fyrir smámeiðsli. Væri því gott að einhver leikmanna bæri skyn á hvernig fara á með þau. Notið lýsi, vasilín, sápu eða aðra feiti til að nudda með meiðsli eða vöðvastirðleika. — Hjólpið hver öðr- um! — Altaf skal hafa lækni viðstaddan á knattspyrnumótum. Sé leikurinn leikinn sæmilega, þarf aldrei að koma fyrir meiðsli eða slys. Þó getur altaf komið fyrir að menn misstígi sig, og er því allur varinn góður. Slysasjóði ættu öll íþróttafélög að stofna innbyrðis fyrir meðlimi sína, og þar sem mörg íþróttafélög starfa á sama stað, eins og t. d. i Rvík, ælti að stofna sameigin* legan meiðsla- og slysasjóð. Niðurl. Heima og erlendis. Þ'ðrf hugfvckja er grein sú eftir Jónas Þorbergsson, sem birtist hér í blaðinu. Þar er með ljósum og einföldum rökum sýnt fram á. hvers vegna öll ungmennafélög í landinu þurfa sjálfra sín og málefnisins vegna að vera í einu allsherjarsambandi. Samvinn- an skapar stuðning hinum einstöku félög- um, og öll félögiu geta komið meiru til leiðar, ef þau starfa í einni heild, heldur en sundruð félög og smásambönd. Menn mega þar ekki einblína á augnablikið, heldur athuga hitt, hvað all'arasælast verð- ur til lengdar. Nokkrir duglegir og áhuga- samir menn geta komið miklu til leiðar, þólt liðfáir séu, með snöggu skyndiátaki. En þungu Grettistökunum ryðja ekki fáar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.