Skinfaxi - 01.05.1917, Page 7
SKINFAXI.
39
Útdráttur
úf þinggrerð fjórðung-sþing-s U. M. F.
Norðlendingafjörðungs.
Þingið var háð 4 Akureyri dagana 22.
og 23. apríl s. 1.
Þar voru tekin til meðferðar þau mál,
er fjórðunginn varða og um leið sameig-
inleg mál sambandsins, til undirbúnings
sambandsþings.
I eftirtöldum málum voru gerðar þess-
ar samþyktir helstar:
1. Skógrœktarmál. Þingið felur fjórð-
ungsstjórninni að fara þess á leit við Rækt-
unarfélag Norðurlands, að það leggi til
ókeypis, færan mann til leiðbeininga i
trjárækt, hjá þeim U. M. F. fjórðungsins,
sem trjárækb hafa og leiðbeiningar æskja.
Sömuleiðis er stjórninni falið að tilkynna
þetta ungmennafélögum og hvetja þau til
þess að hafa einskonar skógræktardag,
þann daginn sem leiðbeinandi Ræktunar-
félagsins heimsækir þau, og fari þá verkið
fram undir umsjón bans. Áð fengnum svör-
um ungmennafélaganna ákveður stjórnin
svo, í samráði við Ræktunarfélagið, komu-
dag leiðbeinanda til hvers félags og til-
kynnir þeim það, með nokkrum fyrirvara.
Leiðbeiningaferðin skyldi þó helst ekki
vera siðar farin en, — eftir því sem tíð
leyfir — síðari hluta maí, eða snemma í
júni, eða að minsta kosti áður en trjá-
plöntur fara að laufgast, því eftir þann
tíma þola þær ekki flutning, og færsla
plantnanna eftir þann tíma, ætti því að
vera með öllu bönnuð.
2. íþrótlamál. Þingið lítur svo á, að
ekki verði hægt að koma á svo myndar-
legu iþróttamóti í vor, að það geti orðið
til gróða fyrir íþróttalífið, og ákveður því
að fresta því til næsta árs. Á hinn bóg-
inn hvetur þingið félögin í fjórðungnum til
að leggja alla þá stund á íþróttaiðkanir,
hvert á sínu sviði, sem efni þeirra og á-
stæður leyfa.
3. Fyrirlestramát. Þingið heimilar fjórð-
ungsstjórninni að greiða af fjórðungssjóði
alt að kr. 50,00 til fyrirlestrarstarfsemi i
fjórðungnum á næsta ári og felur henni
að ráða fyrirlesara með svipuðu fyrirkomu-
lagi og síðastliðinn vetur. Ennfremur felur
þingið fjórðungsstjórninni að sækja um
ríílegan styrk til sambandsins til fyrirlestra-
starfsemi.
4, Afengisbannlögin. a. Fjórðungsþing
Norðlendingafjórðungs skorar hér með á
sambandsþing U. M. F. L, að það sam-
þykki áskorun til Alþingis, um það að
gera ráðstafanir til að betra eftirlit sé haft
en hingað til, af hálfu lagaverndara landsins,
að bannlögunum sé framfylgt, og veiti fé
nokkurt á næstu fjárlögum, til aðstoðar
víð það starf. Ennfremur beinir þingið
þeirri ósk til sambandsþings Ú. M. F. í.,
að það skori á næsta Alþingi, að banna
með lögum, að neytt sé ýmsra drykkja,
sem vínandi eða eitur er í, en ætlaðir
eru lil iðnaðar eða verklegra nota, svo
sem lampaspritt, ilmvötn og fl. sem ýms-
. ir menn hafa neytt og orðið ölvaðir af.
b. Fjórðungsþingið skorar á U. M. F.
innan sambandsfns, að beita sér fyrir
vernd bannlaganna eftir mætti, sérstak-
lega á þann hátt, að leitast við að innræta
æskulýðnum virðingu fyrir þeim, og óbeit
á að fótumtroða landslögin.
Báðar þessar tillögur voru samþyktar
með öllum atkvæðum.
Einnig var til meðferðar sambandslaga-
breytingar, fjárhagsmál og fl.
Til að mæta á sambandsþingi fyrir
fjórðunginn voru kosnir:
Erlingur Friðjónsson, Akureyri.
Árni Jóhannsson, Akureyri.
Magnús Hólm Arnason, Saurbæ.
Kristján Jónatansson, Tumsu.
Og til vara:
Ingólfur Jónsson, Rvík.
Helgi Eiríksson, Þórustöðum.
Kristján Kristjánsson, Víðisgerði.
Aðalst, Sigmundsson, Rvík.