Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1917, Side 7

Skinfaxi - 01.06.1917, Side 7
SKINFAXI 47 um sýnishorn að sambandsmerki og skipi dómnefod um sýnishornin, leggist síðan álit ^eirrar nefndar fyrir næsta sambands]DÍng til úrskurðar“. VIII. Samþykt eftirfarandi fjárhagsáætlun fyr- ir 1917-1920. I. Tekjur: 1. Væntanlegur styrkur úr landssjóði...................kr. 2000,00 II. Gjöld: 1. Til Þrastaskógar . . . kr. 100,00 2. — „Skinfaxa“ .... — 250,00 3. Stjórnarkostnaður ... — 100,00 4. Kostnaður við Samb. þing. (1920)........................— 250,00 5. Til íþrótta, fyrirlestra, o. tl. — 1300,00 Alls kr. 2000,00 IX. Bannlögin. „Sambandsþing U. M. F. í. lýsir yfir eindregnu fylgi við bannlagastefnuna og ber það traust til næsta Alþingis að það breyti lögunum svo og bæti eftirlit með þeim að þau nái til fulls tilgangi sinum“. Samþ. X. Kosin stjórn. Form.: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ritari: Jón Kjartansson. Féhirðir.: Guðm. Jónsson frá Brennu. Varastjórn i sömu röð: Egill Guttormsson, Jón Þórðarson, Erlingur Pálsson. Endurskoðendur sambandsreikninganna milli þinga voru kosnir: Guðm. Kr. Guðmundsson og Magnús Kjaran. íþróttasambandi íslands var sent þakk- arskeyti fyrir „Glímubókina“. Einnig fyrv. bankastjóra Tryggva Gunnarssyni, sem enn hafði sýnt félagskapnum velvildarhug sinn með því að senda sambandinu bóka- gjöf á þessu tímabili. Stefán Hannesson kennari sendi þinginn kveðju og erindi um lýðháskóla,æn sökum> annríkis, var ekki unt að ræða það á. þinginu að þessu sinni. Stephan 6. Stephansson. Sjaldan hefir nokkur blaðagrein fengið' betri og maklegri viðtökur hjá þjóðinni,. heldur en hugvekja sú, sem Jónas Þorbergs- son ritaði í Skinfaxa í fyrra, um að vel færi á að Austur-íslendingar byðu St. G. St. heim. Samskotin voru hafin í haust á sameiginlegum fundi ungmennafélaganna í Rvík og komu þá inn hálft fimtahundr- að krónur. Síðan beittu mörg félögi Rvík sér fyrir málinu, og hefir samvinna svo margra og óskildra félaga sjaldan gengið jafn vel, enn siður betur, Fjársöfnunin út um land gekk yfirleitt mjög vel. Og um ungmennafélögin má sérstaklega geta þess, að þáttakan hefir verið mjög al- menn. Geta ungmennafélagar glatt sig við þá hugsun, að þeir hafa átt góðan þátt í því að hrinda heimboðsmálinu af stað og i framkvæmd, þó að fjölmargir aðrir menn og félög hafi starfað ötullega að sama marki. Stephan G. Stephansson kom heim á- góðri stund, rétt fyrir þjóðhátíðina 17. júní, og landsspítalasjóðsdaginn 19 júní. Var hátiðhöldunum i höfuðstaðnum að nokkru Ieyti snúið upp í Stephánshátíð. Siðan hefir skáldið gengið á milli góðbú- anna í Rvík og hvarvetna „komið, séð og sigrað“. 3. júlí n. k. fer hann með Botníu til Reyðarfjerðar og þaðan landveg un> Fagradal, upp á Hérað og ef til vill víð- ar um Austfirði. Þaðan heldur hann vestur yfir Norðurlönd til að heimsækja „Berurjóðrin” sín tvö, eyiðibýlin Mjóadal fremst í [Bárðardal, og Víðimýrarsel í

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.