Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1917, Page 8

Skinfaxi - 01.06.1917, Page 8
48 SKINFAXI Skagaflröi. Fleira mun hann þar finna en eyðirústir, í átthögunum fornu. Þykir líklegra að Stepháni G. Stephanssyni verði betur fagnað og hlýlegar heldur en Örvar- Oddi, eftir burtförina löngu. Er ]jað spá manna, sem kunnugir eru, að víða um sveitir muni verða mannsöfnuður og liðs- dráttur þar sem skáldið fer um sveitir. Fýsi margan að sjá hann og heyra og veita fylgd yfir næstu heiði. Gert mun ráð fyrir að skáldið fari land- veg alla leið til ísafjarðar. Þar stígur hann á skip og heldur aftur til Reykja- víkur. Fer hann þá upp í Borgarfjörð og síðan um suður-láglendið eftir því sem tími vinst til. Vestur mun hann fara með haustinu. Félagsmál. lífniljgt félag er það sem Guðmundur frá Mosdal stofnaði á ísafirði eftir nýárið í vetur. Það heitir „Árvakur“ og er annað fé- lagið þar, sem kemur væntanlega í sam- bandið innan skamms. Félagar eru þegar orðnir 50, piltar og stúlkur, flest á aldrin- um 12—20 ára. Og þeir hafa ekki verið iðjulausir í vetur. Stunduðu fimleika, her- æfingar og glimu. Opinberlega glímdu 18 þeirra fyrir fullu húsi. Tóbaksbindindis- flokkur með nálega 30 meðlimum er stofn- aður. Áður hefir verið á það minst, að U. M. F. Isfirðinga hélt heimilisiðnaðarnámskeið fyrri hluta vetrarins með góðum árangri. Þegar góðir menn sáu hvað hér var á ferðum og þvi námskeiði var lokið, fekk skóla- nefndin þar bæjarstjórn til þess að veita 100 kr. styrk, ásamt ókeypis húsnæði, Ijósi og hita, og Guðmund til þess að halda SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Vcrð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Sími 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 8. íþróttamenn! Sökum siglingarvandræðanna er ákaf- lega erfitt að útvega erlend iþróttatæki nú sem stendur. Egill Guttormsson afgreiðslu- maður Skinfaxa hefir samt von um að fá dálítið af íþróttatækjum frá Ameríku í sumar. Reynandi er fyrir áhugamenn að snúa sér til hans. annað námskeið. Skyldu barnaskólanem- endur hafa þar forgöngurétt til aðsóknar. Hófst það svo 15. febr. og endaði 31. marz, 2 stundir á dag. Nemendur voru 33 stúlkur og 19 drengir flest á aldrinum 14—20 ára. Var þarna unnið að úlskurði, sögun o. fl. og gerðir alls 104 hlutir, Sennilegt virðist að hugsandi menn myndu ekki vilja missa Guðmund af ísafirði. Borgfirðingar hafa allan viðbúnað til að halda hér- aðsfund í sumar. í fyrra fél! sú hátíð niður vegna mislingannn. Almennur vilji mun það vera þar í sveitunum, að mann- fagnaður þessi verði á áliðnu sumri, þegar Stephán G. Stephansson ferðast um héraðið. Ekki er enn hægt að segja með vissu, hvenær það verður. Fél'ógin austnnfjalls halda ekkert iþróttamót við Þjrósárbrú í sumar. Veldur því dýrtíðin og siglingavand- ræðin, en ekki skortur á iþróttamönnum, eftir því sem segir í bréfi að austan. Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriílu. F élagspren tsmiðjan

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.