Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 1
ax\ 9. BLAÐ RE YK JA VÍK, :> SEPTEMBER 1917. VIII. ÁR. Nýbýli. Ferðamaður átti fyrir nokkru tal við einn ungmennafélaga um jarðnæðisleysið í sveitunum. „Við erum tveir bræðurnir“, sagði hann, „Faðir okkar hefir ákvarðað, að bróðir minn taki við jörðinni eftir sinn ■dag og ekki þykir okkur hún til tvískift- anna. Eg er giftur og kann því ekki við að fara í vinnumensku. Hver jörð, sem tosnar til kaups og áhúðar hér í sveit, er seld eða leigð með uppsprengdu verði og fá ])ó jafnan miklu færri en vilja. Eg vildi svo feginn fá eitthvert jarðnœ'ði, en })ví er nú ekki að heilsa, svo að eg býst við að ]>urfa að llytja í eitthvert sjávar- |)orpið og una illa minu hlutskifti11. Saga ])essi er bókstaílega sönn. Hún sannast á svo mörgum æskumönnum ])jóð- arinnar og grípur á einu meiriháltar við- fangsefni hennar, sem sé því, hvernig hinn upj)vaxandi kynstofn fái alið aldur sinn í sveitunum við hjarta íslenskrar náttúru. A undanförnum árum hefir mikið ver- íð rælt og ritað um íolkstrauminn úr sveit- unum til Ameriku og sjávarþorpanna hér á landi. Flestir hafa kent um gáleysi og skemtanafýsn unga fólksins. En það er ekki nema hálfur sanuleikur og tæplega það, að minsta kosti nú orðið. Kjarni unga fólksins vill gjarna vera kyr í sveit- tinurn og þeim kjarna er mest eftirsjá að. En því fer hann oftast nær, að sjávarút- vegurinn býður betri kjör einkum að vetr- inum og þegar menn eru einu sinni farn- ir að heiman í von um betri afkomu og ávöxtu af iðju sinni, ])á er oft torvelt að taka sig upp aftur og fara heim til föður síns, og svo er hitt að margur fer nauð- ugur, af því að hann vantar jarðnæði, eins og unga manninn í sögunni. Hækkun landbúnaðarafurðanna, gifur- leg eflirspurn o. fl. veldur því að flestar jarðir eru orðnar ofurefli efnalítilla frum- býlinga. Þeir sem jarðairáð hafa, vilja ekki skifta þeim eða láta aðgengilega hluta af þeim til stofnunar nýbýla og svo hefir löggjafarvald og fjárveitingervald ekki bú- ið neitt verulega i haginn fyrir slík þjóð- þrifafyrirtæki. Aftur á móti er hitt vist að margir efnabændur hafa á siðari árum fært út kvíarnar með því að leggja undir ábýlisjarðir sinar smájarðir í nágrenninu og er það meðal annars orsökin til býla fækkunar þrátt fyrir alt grasbýla og ný- býlaskrafið. Sjá allir hvert stefnir ef slíku fer fram. Virðist'^því ekki rélt að kenna léttúð og skemtanafýsn æskulýðsins ein göngu um fólksfæðina í sveitunum, þó að slikt sé til. Sökin liggur þar hjá báðum. í fljótu bragði virðist sem tvö úrræði geti komið hér til greina. Þeir sem völd- in hafa verða að veita hverjum manni að- gang að moldinni, sem á henni viil lifa og jafnvel veita styrk til nýræktar og heimilisiðnaðurinn verður að taka þeim framförum að menn geti haft hann að aukaatvinnu þegar veðráttan bannar þeim að vinna að jarðyrkjunni. Skulu þessi tvö ráð, sem reyndar eru ekki ný athug- uð hér dálítið nánar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.