Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 5
SKINFAXl 69 Einstaklingar í hverju félagi sem er eru „Iimir á sama líkama“, eins og postulinn sagði, Þar má ekki hver höndin vera upp á móti annari. Þeir verða að vera vel kunnugir óg helst góðir vinir. Þá gengur samstarfið betur. Og komist pessi ein- drægninnar andi inn í félögin og eignist þar ríki og völd, þá er það góðs viti. Það Það lofar góðu um drenglynd samskifti, þeirra manna sem nú eru í félögunum, þá er þeir taka í taumana á þjóðmála- sviðinu. Þar eiga ávextir hinnar siðbæt- andi starfsemi til félagsskaparins að koma í Ijós — og auðvitað víðar. Það er mælt, að sá sé vinur er til vamms segi. Eg ætla nú að láta svo sem við séum góðir vinir og segja ykkur lil vamms. Ekki er þó svo að skilja, að eg viti um ykkur miklar vammir og skammir, -- sem betur fer. En þið megið ekki reið- ast mér þó að eg fullyrði að ykkur bresti margt, margan skapkost, er þið væruð betur farin að eiga. Og ætti eg kost á að nefna eitthvað af þessu marga og gæti óskað nokkurs af því ykkur til handa þá myndi eg fyrst og fremst nefna áhugann. Ahuga á að nota tómstundirnar, er svo oft falla ykkur í skaut, til þess að menta ykkur og göfga, t. d. með lestri góðra bóka, með söng og samræðum við ykkur mentaðri og betri menn, „sterka tilfinn- ingu fyrir öliu, sem vel hefir verið gert á undan ykkur og löngun til þess að halda áfram í sömu stefnu“. Þið verðið að hafa opin augun fyrir hverju litlu lautarblómi, sem langar til að gróa, hvort heldur er í félaginu ykkar, eða á heimilunum, í bú- stjórn, hússtjórn, verklægni og betra samlífi. Ykkur dugir ekki að lesa hverja bók sem hendi er næst, þið þurfið að fara að heiman, svo að þið tmyndið ykkur ekki að sveitin ykkar sé ef til vill best eða verst og ekki heldur fólkið sem hér býr. Þið þurfið að kynnast ýmsum nýjum stefn- um og straumum í þjóðlífinu sem vaktar eru til þess að hrinda hag þjóðarinnar á veg, kynnast ýmsum öflum sem þar starfa auk ykkar eigin félagsskapar. Og eg vil segja, að þið og hann helðuð gott af að gagnrýna hann og reyna að skilja stefn- una til hlýtar. Verið getur að þið séuð öll eins vel að manni og feður ykkar og mæður. En það er ekki nóg. Þið hafið ærin skilyrði og skyldur til þess að kom- ast miklu framar og minnist þess, að samtíð ykkar heimtar miklu meiri þekk- ingu og þroska, meiri borgaralega ábyrgð meiri félagslega mentun og fastari lök i lífsbaráttunni en hún krafðisl af þeim. Hafið þið jafnan alla glugga opna fyrir því sem betur má fara og vel er gert heima og heiman. En „kapp er best með forsjá“. Og eins og eg óskaði ykkur eldmóðs og áhuga, svo vildi eg og geta gefið ykkur nóg af geð- stjórn og stillingu. „Ef þú getur sýnt mér, að þú hafir stjórn á skapi þínu og tilfinningum, þá hefurðu nokkuð til þess að kallast mentaður maður“, sagði merkur mað- ur. Oft stafar sundrung á heimilum ogí félög- um af því að menn kunna ekki að stilla skap- ið, fyrirgefa smávægar mótgeiðir. Fólkið er eins og steinar sem falla niður fjallshlíð, með hvössum hyrnum, hrufóttir og óhæfir í byggingar fyr en steinsmiðurinn hefir sléttað þá og fágað. Hvar á fólkið að fágast og verða hæft í þjóðfélagshöllina ef ekki í ungmennafélögum. Viljið þið vinna að þvi, — forðast að særa aðra og muna að það er svo miklu göfugra að þola mótgerðirnar, ef unt er, en stökkva upp á nef sér af hverju smáræði. Viljið þið útrýma einhverju af úlfúðinni og nöldrinu á heimilum ykkar og koma þar á meiri alúð og glaðværð? Mér dylst ekki að þið getið komið á ýmsum slíkum endurbótum og brugðið með því birtu á heimilislífið. Eg veit að sum ungmennafélng hafa sléltað og heflað margan harðan steininn, þau hafa bent mörgum á göfugar og stórar hugsjónir og.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.