Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 4
68
SKINFAXI
ný og leið ekki á löngu uns hún var búin
til prentunar. Sú bók hét „Pushing to the
front“ (Áfram) og náði óhemju mikilli
útbreiðslu (yfir 2 milj. eint.) og heíir verið
fjýdd á afarmörgum tungum, m. a. notuð
í japönskum skólum.
Síðan hefir hver bókin rekið aðra. Alls
hafa út komið eftir hann ca. 30 bækur
mest siðfræðilegs efnis. Skulu hér nefndar
nokkrar |5eirra: „Cheerfulness as a lífe
Power“, „Character the grandest thing in
the world“, „An iron will“, „Economy",
„Talks with great workers“, „The power
of personality“, „He can who thinks hi
can“, „The miracle of right thought“,
„Peace-power and plenty“.
Hin síðastnefnda kennir, að enginn Jrurfi
að vera leiksoppur ósýnilegra örlaga,
heldur geti hver og einn verið smiður
sinnar hamingju og lífsskilyrða. Ásigkomu-
lag líkamans standi í nánu sambandi við
hið sálarlega — hugsanirnar.
Svipaðs efnis er og „The miracle of
right thought“ (Din Tanke — din Skæbne)
og báðar halda þær mjög fram mætti
hugsananna. „Svo sem maðurinn hug'sar,
þannig er hann“.
Bókum þessum hefir verið mjög vel
tekið víðs vegar um hinn mentaða heim.
Þær eru gefnar út í hundruðum þúsunda
og lesnar og mikils metnar af mönnum
allra stétta.
Vafalaust mundu bækur dr. Mardens
og kenningar hans ná hylli íslenskra æsku-
manna og veita þeim drjúgan stuðning i
að temja starfskrafta sína, auka þeim
áhuga, kjark og víðsýni.
Æfiferill höfundarins ber einkum vitni
tveimur staðreyndum. Sá sem vill komast
áfram hefir tæplega að segja af nokkrum
ósigrum og að göfugasta starfið, sem
nokkur maður getur helgað hæfileika sína
og þekkingu, er það að vera með dæmi
sínu og persónukrafti Ijós á vegum sam-
ferðamannanna.
Betlikonan.
Ég leit hana lémagna ganga
á lyngheiði vegferð stranga.
Búin tötrum með tárvota hvarma
tigin og há gekk móðirin arma.
Með veikum armi
að visnum barmi
hún vafði harmþrungin soninn unga,
því geigleg var gangan þunga.
I nálægð þunglega niðar áin
og nætur táraflóð döggvar stráin.
Nú geyniir röstin þá raunaæfi,
eg rakti sporin að köldum sævi.
Með veikum armi
að visnum harmi
hún vafði harmþrungin soninn ungar
er bylti sér brimaldan þunga.
1916. A. Th.
Brot úr erindi.
(Mælt á ungmennafélagsfundi).
.....Einhverju sinni var eg á skemti-
fundi í góðu ungmennafélagi. Formaður
þess þá var stúlka og húu var að halda
ræðu og segja gestunum frá félaginu sínu.
Hún mælti: „Það sem eg get einna helst
sagt gott um félagið okkar hérna er það,
að við félagarnir erum öll saman góðir
vinir. Auðvitað eru oft skiftar skoðanir
hjá okkur á fundum — jafnvel harðar
deilur. En það sakar ekki. I fundarlokin
syngjum við ælíð og söngurinn sá friðar
okkur aftur, sléttir ójöfnurnar og við verð-
um jafngóðir vinir eftir sem áður“.
Eg get sagt ykkur að eg þekki þetta
félag að nokkru og veit, að hún sagði
þetta satt. Og óska vildi eg þess, að vi5
hérna gætum látið orðin sannast á okkur
líka og að öll ungmennafélög gætu það»