Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 67 Gangan þunga. Nóttin er komin. Hjala haustsins vindar. hljóður eg veginn treS í urS og grjóti. Nú skarta í mjallarfeldi fjallatindar *og foldin brosir stirndum himni móti. Eg áfram held um eggjagrjót og klaka og urSir, hraun og klungur, bygSum fjarri, jrví fagra lít eg vonastjörnu vaka á vetrarhimni, öSrum hreinni og skærri. Eg áfram held, þó erfitt sé aS ganga og enn sé langt aS hinsta næturstaS. En fyr en varir styltist leiSin stranga. Þá staðnum næ eg alt er fullkomnað. NiSdimt er úti. Næturkiljan þögnuS og nóttin skýjatjöldum festing hylur. En sál mín gleSst og finnur ríkan fögnuS. Til fulls mig aSeins drottinn sjálfur skilur. Eg áfram held — og ennþá syrtir, syrtir og alt er hljótt. Mig skelfir myrkriS svarta — aðeins um stund, því aflur birtir, birtir, -af ást og þökk til drottins slær mitt hjarta. 1916. A. Th. Dr. 0. S. Marden. Orison Swett Marden er fæddur í Thom- •ton í New-Hampshire nálægt 1850. MóSir sína misti hann þegar hann var 3 ára gamall og 7 ára var hann, er faðir hans dó af slysförum. Eftir þaS fór drengurinn í dvöl til prests, trésmiðs, bónda og sein- ast var hann hjá malara. Oftast átti hann illa æfi. Langur vinnutími, vinnuharka, vont fæði, illur aðbúnaður og lítið um skemtanir og uppfræðslu. Þannig liðu Þernskuárin. Seytján ára gamall vildi hann komast í „New London Academy“, en forráðamaöur hans neitaði honum urn það þó að hann byðist til að sjá fyrir sér sjálfur. Samt fór hann þangað þrátt fyrir boð og bann og dvaidi þar nokkur ár. Námið gekk þó ekki sem best. Galt hann þar þess, að hann varð að vinna fyrir sér samtímis og svo ónógs undirbúnings. En kjarkurinn var óbilandi og framfaralöng- unin, hann setti takmarkið hátt og áfram komst hann. Þegar efnin leyfðu honum ekki lengur að stunda námið, sneri hann heim til skóganna i New-Hampshire. Þar vildi hann verða kennari. en er það tókst ekki, leigði hann sér gamla skósmíðabúð og stofnaði þar skóla með 12 nemendum. Kenslustofan var hrörleg, bygð yfir læk og gólfið ekki þéttara en svo, að nemend- urnir gátu fiskað upp um það úr lækn- um. Fyrir kensluna fékk hann 12 dollara á mánuði og þessi starfsemi opnaði hon- um síðar aðgang að kenslu í opinberum skólum. Á 21. fæðingardegi sínum fór hann á fund fjárhaldsmanns síns og heimti arf sinn. Ekki fékk hann meira en tæpan tíunda hluta erfðafjárins og árangurslaust varð þó hann leitaði aðstoðar réttvísinnar í því máli. Því næst tók hann að stunda nám við New Hampton Institute. Eftir tvö ár varð hann stúdent með bestu einkunn. Þaðan fór hann til háskólans í Boston, varð þar cand. mag. og síðan kandidat í læknis- fræði og lögfræði, alt saman með besta vitnisburði. Eftir það ferðaðist dr. Marden til Norð- urálfu, til þess að kynnast til hlitar sið- um og háttum erlendra þjóða. En er hann kom heim aftur stundaði hann versl- un og græddist þá töluvert fé, sem hann misti þó mest aftur 1 bruna og af öðrum óhöppum. I þeim sama húsbruna týndist og hand- rit bókar einnar, er hann hafði starfuð uð í mörg ár. Nú tók hann að rita hana ú

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.