Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 geta við tækifæri flutt einhverjar Ieiðbein- ingar um helstu útiiþróttirnar, og væntir þess að íþróttamennirnir Iáti ekki bugast þó að éllegt verði um stund, en að þeir haldi frani sem horfir. Nýtískuborgir. Svo nefnist þörf og hollráð ritgerð eftir Guðmund Hannesson prófessor. Birtist hún í Skírni í ár. Hér er ekki þörf né rúm til að rekja eini greinarinnar nákvæmlega. Skal hennar þó stuttlega gelið. Höfundur segir frá ýmsum göllum á skipulagi stór- horga 19. aldarinnar. En þeir eru helst- ir: skortur á [sæmiiegri birtu, þrengsli í híbýlum og kringum þau, þrátt fyrir afar háa húsaleigu og af þeim leiðir svo að heimilin verða köld, óvistleg og síður en aðlaðandi, heimilislífið er óholt og spilt, sjúkdómar miklu tiðari, manndauði meiri en í sveitunum. Fólkið nær minni líkam- legum og andlegum þroska og siðleysi er algengt. Nú byrja umbótatilraunir, sem verða þó flestar að engu þar til skipulag- inu er gerbreytt. í „nýtísku borgunum“ er þvi tiltölulega lítið af húsum hærri en þrílyftum. Venjulegast býr hver fjölskylda sór í húsi. Skrautgarður er fyrir framan. Matjurtir ræktaðar að húsabaki. Þarna er nóg birta úti og inni, börnin eiga kost á henni og svo að leika sér á flötinni fyrir framan húsið og ná skjótari þroska og betri heilsu en börn hábygðu borganna. Húsfreyjan getur snemma farið að nota þau sér til hjálpar við garðræktina og þegar maðurinn kemur heim úr verksmiðj- unni, þreyttur af vinnunni og vélaskrölt- inu, finnur hann hvíld og hressingu i þeim störfum undir beru lofti. Frið og gleði andar á hann frá heimilinu, frá kon- unni, frá hraustum og efnilegum börnum, fögru og vistlegu húsi með garði til gagns og fegurðar í kring. Hann unir sér heima en kærir sig kollóttan um að fara útá knæpu og eyða þar kvöldinu og kaupinu við spi og drykkju. Og það sem best er — slíkar borgir geta þó verið jafn þéttbýlar eins og háreistustu borgirnar mega vera, eigi þær ekki að stórspilla heilsu íbúanna. Nú er þess að gæta, að hér á landi stækka bæir óðfluga. En þeir eru undan- tekningarlítið nauðaljótir. Svo má ekki vera, og er viða auðið að breyta um til batnaðar enn, ef smekkvísi og fyrirhyggja verður höfð með í verki. Það er ekki heillavænlegt fyrir hreysti og hverskonar þroska hinnar uppvaxaudi kynslóðar, að hafa ekki annað en aur og for lil að vaða í og velta sér, hvenær sem út úr húsdyr- um kemur. En þau eru nú úrræði margra barna i Rvík og víðar. Hér er margt van- rækt sem athuga þyrfti og breyta til bóta, og ekki síst uppeldi og siðleg menning þjóðarinnar. Og þó að hér hagi að ýmsu leyti ólíkt því sem er í enskum og þýsk- um iðnaðarborgum, þá megum við Islend- ingar vel nema margt af skaða erlendra þjóða og taka til fyrinnyndar ýms atriði úr skipulagi nýtískuborganna. Hafi pró- fessorinn þökk fyrir hugvekjuna. Félagsmál. Sig-urður Yigfússoii frá Brúnum ferðast um Árnessyslu og Borgarfjörð fyrir hönd Sunnlendingafjórð- ungs og heldur fyrirlestra í Samhands- félögunum. Verður það fyrri hluta vetrar. Þorsteinn Þórarinsson mun og fara fyrir- lestraferð um Rangárvallasýslu. Á Yestfjörðum mun það vilji nokkurra fjelaganna að fá iþróttakennara fjórðungsins til þess að halda stult námsskeið í hverju þeirra. Vonundi verður það gert, þrátt fyrir dýr- tíðina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.