Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI Einn merkur ungmennafélagi sem áhuga helir á þessum efnum hefir sérstaklega gert nýbýlamálið að umhugsunarefni sínu. Hann vill að ungir bændasynir hyrji þeg- ar í föðurgarði að sjá sér fyrir jörð til ábúðar. „Byrjaðu“, segir hann, „þegar þú ert 16—18 ára. Utvegaðu þér hjá föður þínum eða húsbónda dálitla land- spildu sem er sæmilega fallin til ræktun- ar og farðu þegar að vinna þar að rækt- uninni í hjáverkum, vor, vetur og haust. Taktu þann tíma í kaup þitt, ef ekki vill betur. Girtu spilduna og bygðu þar pen- ingshús, til þess að fá áburðiun. TJtveg- aðu þér dálílið land utan garðs til beitar og svo beitarítak með höfuðbólinu. Með þess- ari aðferð, sem vel má leljast fær dugandi og tápgóðum mönnum vinst margt í senn. Landneminn á kost á að venjast jarðyrkju- störfum. Það er góður undirbúningur undir bóndastöðuna. Hann venst við að stjórna smábúi, fær þarna atvinnu hve nær seni lítið er að starfa og veður leyf- ir, erfilt viðfangsefni, sem reynir á festu og fyrirhyggju og getur á 6—10 árum komið þarna í rækt all stóru túni með húsum og fénaði og hefir dregið saman með kaupi sínu, sem hann hlýtur að leggja í fyrir- tækið, og hjáverkum svo að skiftir þúsund- um króna, En það sem síst má gleyma er það, að hnnn hefir þarna aðgang að dálillu — ef til vill nægilegu jarðnæði, ef hann vill festa bú og vera kyr í sveitinni, annars er tæplega hætta á að hann geti ekki selt jörðina einhverjum öðrurn. Síst af öllu mun þurfa að gera ráð fyrir að ekki sé i flestum sveitum nóg landrými til þess að slík nýrækt geti ált sér stað, og það er ekki ætlandi bændum að þeir vilji ekki láta af hendi til sona sinna óræktað land í þessu skyni. Annars ligg- ur sökin að öllu leyti hjá þeim, ef syn- irnir verða að fara landflólta til bæjanna í atvinnuleit, ilendast þar, hverfa í hring- iðuna og heyja vonlausa baráttu fyrir sér og sínum. Hitt úrræðið að efla heimilisiðnaðinn og auka þekkingu almennings á honum, byggist á þeirri sannfæring að hann geti verið sæmilega gróðavænleg aukaatvinna um leið og hann hefir mikil menningar- áhrif og híbýlaprýði í för með sér og skulu þess nú nefnd dæmi. Unglingspiltur eiun á Vesturlandi smíðaði tvær eftirmyndir af eimskipum sem hann gat selt á 20—40 krónur. PrjónvQrur úr íslenskri uII, má ef hagsýni er höfð við vinnuna, selja meö góðum árangri. Skurðlistinni er farið að lifna yfir aftur, hún er búin að ná hylli manna og útskornir munir eru keyplir háu verði. Fjölmarga hluti sem keyptir eru frá öðrum löndum lil innanhúsnotkunarr prýði og þæginda og sem víða eru ekki til, má búa til hér ýmist úr aðkeyptu eða innlendu efni, ef eigi skorti svo mjög á þekkinguna. Fleira mætti til tína. „Ef eg vissi einhvern úlveg til þess að afla mér dálítilla tekna heima að vetrin- um, þá skyldi eg ekki kvíða og þá myndu færri úr minni sveit fara út í „Eyjar“ á hverju hausli“, sagði einn merkur ung- mennafélagi. Skinfaxi hefir hér bent á tvær leiðir, sem hann lelur vel færar á þann hátt eða svipað því sem hér hefir verið bent á. Og hann treystir „Vormönnunum“ og öðr- um nýtum mönnum í landinu, til þess að vinna heimilisiðnaðinum og nýbýla málinu hverl það gagn, er sönnum æltjarðarvin- um má sæma. J. K. Leiðrétting. í XIX. knflanura um „Úli iþrótlir11 í 7. línir liufu fallið úr þrjú orð: að gœta þess. Setning- in vcrður þvi svo: „Einnig vil eg biðja ykkur um að gœta þes3, að marksúlurnar séu ferstrend- ar og marknetin séu minst ’/a stiku frá mark- súlunum i beinni iinu. Bennó.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.