Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1917, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI Iþróttaáliöld, sem getið var um að fást mundu hjá Agli Guttormssyni, reyndust ófáanleg frá Ameriku og lítil von um, að úr því rætr ist í bráð. Æskilegt væri að Iþróttasam- band íslands sæi um að hér væru sem oftast til iþróttaáhöld ef þess er nokkur kostur. Og verið getur að því takist bet- ur en einstökum mönnum. Skýrsúa um störf sambandsfélaganna siðastliðið ár hefir ekki enn komist að, en mun birt áður en langt um líður. Tveir tóbaksbindindisflokkar hafa nýlega geng- ið i B. F. í. Eru það flokkur U. M. F. Mýrahrepps í Dýrafirði all fjölmennur og flokkur U. M. F. Önundar í Önundarfirði. í stjórn Bandalagsins eru nú: Steindór Björnsson kennari form., Jónas Jónsson frá Hriflu ritari og Ölafur Rósinkrans leikfimiskennari gjaldkeri. Æskilegt væri að tóbaksbindindisflokkar, er til kynnu að vera víðsvegar í landinu gengju sem fyrst í Bandalagið. Bréfakvöld. U. M. F. Haukur í Leirársveit í Borg- arfjarðarsýslu hefir ákvarðað, að halda bréfakvöld í febrúar (1918). Vonast það eftir bréfum frá félögum og einstökum mönnum við það tækifæri. Ættu menn ekki að láta það undir höfuð leggjast, því að slíkar alúðarkveðjur þoka mönnum saman. Nýtt samhaudsfélag-. U. M. F. Huld á Langadalsströnd við ísafjarðardjúp er ný gengið í Sámbandið. Félagið er nokkurra ára og telur nál. 40 félagsm. Auk annarra framkvæmda, hefir það átt drjúgan þátt í að koma upp veg- legu samkomuhúsi þar í sveitinni. Skinfaxi býður félagið velkomið og væntir góðs af því í framtíðinni. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verö: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðuslíg 3. Sírai 418. Afgrciðslumaður: Eyill Guttormsson. Skólavörðustíg 8. Fríklrkja — Þjóðkirkja. Fyrirlestur þessi, eftir Jónas Þorbergs- son, hefir fengið góðar viðtökur og vitnis- burð hjá ritdómendum. Þó mun nokkuð af honum óselt enn. Fæst m. a. hjá Guðm. Davíðssyni i Bókabúðinni i Rvík. Til kanpenda Skinfaxa. Þess var getið í júliblaðinu, að sam- bandsstjórninni væri ant um að færa í lag. ef unt væri, fjárreiður Skinfaxa. Nokkrir menn víðsvegar um Iandið höfðu í vor heitið henni liðveislu sinni um inn- heimtuna. Skal þess nú getið, til þess að íyrirbyggja misskilning, að afgreiðslumað- urinn mun innan skamms geta sent þess- um mönnum uöfn þeirra, sem skulda og fl. þar að lútandi. Blaðinu getur stafað mikill hnekkir af óskilvísi kaupendanna. Hún er svo mikil að slíkt er ekki vansa- lanst. Kaupendurnir eru margir á ]uim aldri, sem þeir hafa ekki fyrir neinum að sjá og eiga hægt um vik að standa skil á tveimur krónum. Sambandsstjórnin mun skilja svo þýðingu blaðsins fyrir féiags- skapinn, að vert sé að taka fast á, til þess að koma málum þess í viðunandi liorf. Og henni er einkar kærkomin að- stoð góðvina blaðsins til þess. Þelta á einkum við þau bygðarlög, þar sem engin sambandsfélög eru. Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.