Skinfaxi - 01.10.1917, Blaðsíða 1
Bækur.
Frá Englandi hefir borist þessi frásaga,
er gerbist þar fyrir alllöngum tíma. Ný
ástarsaga hafði verið gefin út, og vakið
athygli. í þorpi einu langt uppi í sveit,
hafði fólkið heyrt hennar getið og fýsti
að heyra hana. Þorpsbúar komu saman
einu sinni í viku hjá smiðnum, sem þar
bjó og best var að sér, og hann las upp
hátt fyrir alla. Áheyrendurnir fylgdu með
mikilli eftirtekt og æsing örlögum sögu-
hetjanna, stundum grátfegnir gæfunni eða
þá syrgjandi, vegna rauna þeirra og hat-
andi vonda menn, er lögðu hindranir á
hrautir elskendanna. En er sagan var á
enda og unnusti og unnusta höfðu sam-
tengst æfilangt, þá kunnu áheyrendurnir
sér ekki hóf fyrir fögnuði. Þeir þustu til
kirkjunnar, hringdu klukkunum og alt
þorpið komst í uppnám og kvað við af
fagnaðarlátum.
Saga þessi sýnir, hvern undramátt bæk-
urnar hafa í sér fólginn og hversu við-
burðir, sem vel er frá skýrt, geta staðið
mönnum fyrir hugaraugum, eins og þeir
væru sjálfir að gerast fyrir augliti j)eirra.
Bækur eru boðberar hugsananna, milli
manna, þjóða og alda. Menn takast þar í
hendur yfir höf og álfur.
Bækur, blöð og. timarit eru orðin eitt
af áhrifamestu menningartækjum nútímans
— starfandi afl, er ekkert siðað þjóðfélag
getur án verið, en verður að læra að hag-
nýta á sem bestan hátt.
Vér íslendingar viljum eflaust vera
taldir í hóp menningarþjóðanna og þykir
því rétt að athuga þetta efni hér að
nokkru, ekki síst þar sem Ungmennafé-
lögin eiga þar allskylt mál.
Bæði er það, að hver einstaklingur getur
eigi beinlínis keypt svo mikið af bókum,
sem út er gefið, og hann kemst yfir að lesa
og svo hitt að ýmsum bókum er þannig
háttað, að margir geta hver öðrum að
bagalausu, haft full not af einu og sama
eintaki. Það er því alment og eðlilegt að
menn stofni félög (bókasöfn — testrarfé-
lög), til þess að geta haft sem best not
bókanna á sem ódýrastan hátt.
Sú stefna virðist nú æ meir ryðja sér
til rúms erlendis, að stofnun alþýðubóka-
safna sé ríkismál og að forsjá þeirra
livíli á þjóðfélaginu og sveitarfélögun-
um, á sama liátt og ríki og hreppar
annast skólamálin. Til þessa eru ýmsar
ástæður. Harla lítilsvert virðist, að J)jóð-
félagið láti mikið af mörkum, til þess að
borgararnir verði læsir, ef það sér þeim
svo ekki fyrir sæmilegum bókaforða, jieg-
ar „fullnaðarprófinu“ er lokið. Það styrkir
kenslu í bættum vinnubrögðum og jafn-
rétt er styrkja bókasöfnin. Þau geta aukið
þekkingu á verklegum efnum. Það er rélt
að leggja fé í endurbætur á vinnuvélum,
en eigi mun siður svara kostnaði, að bæta
það afl, er öllum vélum stýrir — manh-
vitið. Ennfremur má benda á mikilvægi
bókasafnanna í stjórnarfarslegum og þegn-
félagslegum efnum. Aðstaða þegnsins til
þjóðfélagsins hefir gerbreytst á síðustu