Skinfaxi - 01.10.1917, Blaðsíða 7
SKINFAXI
79
íangað eys niaður snjónum með fótunum
og þjappar honum vel saman, svo að hún
láti sem minst undan, þegar stokkið er af
henni. Seinast gengur maður á skíðunum
eftir brautinni til þess að slétta yfir spor-
in. Hengjan er þá orðin í beinu áfram-
haldi af brekkunni og otan á henni vel
troðin íhvolf braut. Ekki er vert að hengj-
an sé hærri en 1 metri. Betur fer að
auka þá heldur skriðinn — ofau hengju.
Fyrir neðan hana treður maður með skíð-
unum á fótunum breiða braut hér um hil
8—10 metra niðureftir, til þess að skíðin
sökkvi minna í og sitji ekki föst þegar
komið er niður af hengjunni. Hengjur eins
og hér hefir verið lýst, geta dugað til æf-
inga, en fyrir kappraunir þurfa þær að
vera breiðari og betur til búnar. Gott er
•að búa þær til daginn áður en mótið á
að slanda og láta þær siga og trjósa.
Skíðin „halda be-,t uppi“, ef ekkert bil
er á milli þeirra, — og jiví kyrlátari sem
skíðamaðuriun er, meðan á skriðunni
stendur, því meiri verður hraðinn. Nauð-
synlegt er fyrir þann, sem vill verða góð-
ur skíðamaður að temja sér að standa
jafn fast i báða fætur. Fyrir þann sem
eetlar sér að læra skiðastökk, er áríðandi
að byrja á smá stökkum og fara hægt i
fyrstu, til þess að ná réltri aðferð og góðu
lagi. Ef maður liefir gott vald á sér og
bregður til stökksins á réttri stund, þá
stendur maður af sjálfu sér. Þegar tleiri
en einn æfa sig samtimis, er gott. að þeir
horfi hver á annan og „finni að“.
Þegar hengjan er búin eins og hér er
sagt, má byrja að stökkva. Þá er gengið
nokkurn spöl upp fyrir hengjuna og rent
sér af stað, staflaust niður hlíðina ofan
hengju, í troðnu brnutina íhvolfu. Þegar
röndin sem orðið hefir á neðri enda henn-
ar (hengju brúninni) finst veila skíðabeygj-
unum viðnám, er límabært að hefja sig
til stökksins. Annar fóturinn á þá að vera
nokkru framar en hinn, skíðin og hnén
að snerta hvort annað innanvert. Maður
hallar sér dálítið áfram, kiknar nokkuð í
knjám, hefur sig því næst til stökks, með
því að rétta úr hnjánum, lyftir hælunum,
og sveifiar örmunum fram og upp til frek-
ari áherslu. Meðan á fiuginu stendur snúa
tærnar niður, hælarnir lyftir upp frá skið-
unum og þau samhliða (,,paralel“) brekk-
unni, bæði í sama fleti. Rétt aður en þau
koma niður, er annar fóturinn teygður
fram hinum brugðið aftur. Maður á að
standa beinn á fluginu og ekki fálma með
höndunum. Sá fóturinn, sem framar kem-
ur niður, á að varna því að skíðamaður-
inn falli áfram, en hinn veitir viðnám
falli aftur á bak. Rétt er að kikna ögn i
hnjánum, þegar komið er niður.
Á fluginu mynda skíðamaðurinn og
skíðin framanverð dálítið stærrra horn en
„rétt“ (90°). Fer stærð þess eftir því, hvað
honum er nauðsynlegt, til þess að standa
í brekkunni. Áriðandi er að temja sér að
standa jafnt í báða fætur og halda góðu
jafnvægi á „skriðunni“ ofan hengju, þá
gengur stökkið sjálft vel. Stökkið verður
auðveldara ef brekkan neðan hengju er
brött, en því erfiðari sem hún er nær
sléttu.
Meiri von er að sá standi, er fellur
áfram, en aftur á bak.
Gjalda skal varhuga við að hefjast
hærra en maður fær staðið. Miklu meira
varðar að stökkva fallega, en að ná löngu
flugi. Allar hreyfingarnar eiga að vera
fimlegar og hvatlegar. Skíðaíþróttin er
fögur og tignarleg og þá eru öll viðbrögð
henni sæmileg, ef þau eru fögur. — —
011 skiði ættu að vera sveigð upp um
miðjuna. Sveigjan á að vera mest aftan
til við „augað“, undir hælnum (l1/^ cm.).
Þau eiga að vera „framþung“, beygjurn-
ar að vita niður þegar þeim er haldið
uppi i framanverðum augunum Beygjan
á ekki að vera kröpp. Sú skíðalengd
hæfir meðalþungum manni, ef hann nær