Skinfaxi - 01.10.1917, Síða 2
74
SKINFAXI
tímum. Almennur kosningarréttur og kjör.
gengi hafa veitt þegnunum aukin völd og
skyldur. Sjóndeildarhringurinn og verk-
sviðin hafa stækkað, en um leið koma
kröfurnar um meiri þekkingu, meiri ábyrgð
og sjálfstæðari hugsun. Þá má nefna áhrif
bókmálsins á hið mælta mál, ,og hversu
góðar bækur efla þjóðrækni, ást á móður-
málinu og bókmentun þess. Mönnum
virðist og, sem drykkjuskapur og glæpir
hafi minkað með bættri alþýðufræðslu og
góðu skipulagi á bókasöfnum. Og um leið
lækkar kostnaðurinn af fangelsum, Iög-
reglu, dómsmálum og fátækraframfærslu.
Vanþekkingin verður ávalt dýrust.
íslenska þjóðin hefir haft orð á sér fyr-
ir bókhneigð og bókvísi. En þrált fyrir
það brestur mjög á gott fyrirkomulag um
bókaútgáfu, bóklestur og félagsskap um
bókakaup hér á landi. Svo margar þjóðir
sem lengra eru komnar í hagnýting^bóka
en vér, starfrækja lestrarfélög og bóka-
söfn, að tæpast verður deilt um tilverú-
rétt þeirra. V
Vera kann að þau hækki sumar bækur
í verði, en þau eru þó að rn. k. sjálfsögð
til þess að kaupa öll stærri rit og svo
erlendar bækur. Þó að bókmentir vorar
séu nú á seinustu árum að verða dálítið
fjölskrúðugri og nokkuð þýtt, skortir geisi-
mikið á að viðunandi sé. Alþýða notar
ekki bókasöfnin nóg, skilur ekki né viður-
kennir að heimilin eru eins og skjávana
stofan Bakkabræðranna, ef þau skortir þá
birtu, er bækur einar geta veitt. Verra er
þó hitt, að menn lesa oft argasta rusl, en
betri bækurnar bíða dánaruppboðanna
„ekki lesnar og óuppskornar. Kvöldvöku-
lestrarnir eru að falla úr tísku. Annríki
veldur því — fólksfæð — og gróðafíkn.
Mannfæðin er orsök ]>ess, að bækur eru
hér tiltölulega dýrari en í öðrum löndum,
en stundum virðist eins og útgefendur
geri sér að leik, að hafa þær sem dýr-
astar, (sbr. Ijóðabók H. Hafsteins).
Hér liggur því ærið verkefni fyrir þjóð-
inni, að koma bókaútgáfu og bókanotkun
í sæmilegt horf. Bókasöfn þarf að stofna
og starfrækja — kaupa til þeirra innlend-
ar og erlendar bækur. Annars er lestrar-
kensla og nám erlendra mála hégómi og
prjál eitt. Hinsvegar æskilegt, að flestir
kynnu eitt hliðmál. Blöðin eiga að hafa
stuðning glöggra og víðsýnna ritdómenda
er vísi mönnum til vegar. Bóksalarnir eiga
að senda blöðunum þær bækur er út koma
og bókaskrár oftar en þeir gera. Komið gæti
og til mála -að bókasöfnin gerðu sam-
band sín á milli. Tilfinnanleg vöntun er
það, að ekkert félag skuli gefa út ódýr
smárit, t. d. eitt á mánuði. Ungmennafé-
lögin eiga mörg, eða starfrækja, bókasöfn.
Gætu þau veilt þessu máli mikilsverðan
stuðning. Þessar linur eru ekki ritaðar til
þess að koma fram með ákveðnar tillög-
ur. Síðar gefst ef til vi'l tækifæri til þess.
En tilganginum er að mestu náð, ef menn
vildu gefa því betur gaum, hvað góð
bókasöfn, vel starfrækt og sæmilega metin
og notuð af alþjóð manna, gilda fyrir
þjóðina — þekking hennar, siðlegan og
andlegan þroska. En þeim sem sífelt klifa
á því, að „bókvitið sé ekki látið í askana“,
og að tómstundunum sé betur varið til
flestra annara heiðarlegra starfa en bók-
iðna, væri gott að athuga það sem Goethe
sagði um listina að lifa: „Gefðu þér á
hverjum einasta degi tóm til að skoða eitt-
hvert fallegt málverk, hlýða á góðan söng,
lesa í ágætri bók og gera að minsta kosti
eitt góðverk“.
J. K.
Leiðrétting.
í júníblaði Skinfaxa hefir misprentast
í greininni „Efnilegt félag“: „heræfingar",
en á að vera „barœfingar11. Og um náms-
skeiðið er sagt: „33 stúlkur og 19 dreng-
ir“, en á að vera: „19 stúlkur og 33
drengiríl.