Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1917, Page 4

Skinfaxi - 01.10.1917, Page 4
76 SKTNFAXI tveim höndum, í hverju samsæti fagnað með söng og ræðum, þegið góða gripi til minja og nú fylgir honum hlý þökk allra, sem fengu þá ánægju að kynnast honum. Sjálfur var hann glaður og ánægður yfir förinni, hafði eins og yngst um mörg ár við dvölina hér. Svona geta þá hugsjónir okkar ung- mennafélaga ræst, ef við aðeins trúum á þær, og trúum öli, hefjumet öll handa tit að vinna fyrir þær. Ileimboð Stephans G. Stephanssonar, sem við hófurn fyrst máls á, og sem tókst svo ágællega, getur altaf verið okkur hvatning til að trúa stöðugt á mátt okkar og megin, þó djarft þyki stefnt á stundum. Ef vel er byrjað, verða margir, eins og nú, til að styðja gott málefni. — „Von hans grípur vængjaílug Vorhug síst um hindrun varðar“. Þannig kvað hann forðum, skáldið, sem við erum nú að kveðja. Stephan G. Stephansson gaf ungmenna- félögunum að skilnaði, handrit af kvæð- um sínum, þeim sem hann orti á ferða- laginu. ITann tileinkar ungmennafélögun- um þau með þessum orðum: „Ellin æsku býður ástarþakkir sínar! Ungi Islands lýður eigðu stökur minar, — ef að er ungum rómum ómaksvert að sinna þessum eftirómum æskudaga minna,“ Hann sagðist sjálfur sérstaklega helga ung- mennalélögum eilt kvæði í þessu safni: „Þingvallaljóð“ og sín heitasta ósk í því efni væri, að ungmennafélagar legðu rækt við þann stað, héldu þar samkomur sín- ar og íþróltamót, og sem ekki ættu að- eins að ná yfir sjálft landið, heldur kæmu þangað fulltrúar og íþróttamenn frá lönd- um okkar hvarvetna um heim. í kvæð- inu stendur meðal annars: „Bráðum tjaldar svanni og sveinn sér við Þingvöll nýja búð, — öllu fegri en áður samt, — eiga bæði leikinn jafnt“. Við ungmennafélagar hljótum stöðugt, eins og aðrir, að eldast að árafjölda. Straum- ur tímans verður ekki stöðvaður. En annað er hægt að gera. Við getum tek- ið undir með Stephani G. Stephanssyni, þar sem hann segir: „Eg vildi’ eg yrði ungur um alla mína daga“. Hann, sem nú er á sjötugsaldri, var þó með réttu boðinn velkominn í hóp okka.i ungmennafélaga í vor sem yngsti maður- inn í salnum. Og skáldið hefir ennfrem- ur sagt: „Eg ætla að vera ungur um alla mína daga“. Ungmennafélagar! Gerum nú þessa heit- strengingu hans að okkar eigin heitstreng- ingu. Gerum það ekki aðeins með orði og tungu, heldur í verki og sannleika. Um það þætti honum vænst. Þá fyndi hann að við hefðum skilið hann. Það væri besta kveðjan til hans að skilnaði, bestu hugsanirnar, sem við send- um á eftir honum yíir hafið, besta þakk- lætið til hans fyrir heimkomuna og Ijóðin hans öll. Ingibjörg Benediktsdóttir. Fallegt kvæði. Á öðrum stað hér í blaðinu er prentað upp úr ágúst læfti Óðins. Höf. mun vera Vestur-íslendingur. Nokkur mjög einkenni- leg kvæði og brot úr Ieikriturn hafa hirst eftir hann áður. En fá af þeim munu hafa

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.