Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1917, Page 6

Skinfaxi - 01.10.1917, Page 6
78 SKINFAXI ar ráðstafanir, til þess að gera óhæfa til drykkjar ýmsa vökva, sem vínandi er í, svo sem hárvötn, iimvötn o. fl. En mesta breytingin er þó sú, að framkvæmdarvald lögreglunnar er aukið að miklum mun. Henni er t. d. leyft að rannsaka farangur ferðamanna o. íl. af líku tagi. Þegar litið er á alla málavöxtu t. d. ákafa vörn andbanninga, ýmislegt annað er opinberlega beíir fram komið og svo hitt, að fyrir dugandi löggæslu í höfuð- staðnum má heita viðbnrður, að menn sjáist ölvaðir á almannafæri, ])á bendir flest á, að vér bannmenn fáum vilja okk- ar framgengt innan skamms. En vilji okkar er sá, að um nokkurra ára bil, fá- ist hérlend raynsla um bannlög, vel úr garði ger og með sæmilegri löggæslu. Þá erum vér ókvíðnir um örlög þeirra fram- vegis. Heimilislðnaður. I sumar komu frá útlðndum tvær ey- firskar stúlkur, er þar böfðu dvalið við vefnaðarnám. Onnur þeirra Brynhildur Ingvarsdóttir, kennir nú þá grein á vefn- aðarnámsskeiði, sem Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands heldur á Akureyri frá 1. nóv. til 15. des. n. k. Golt er að þeim fjölgar, er eitlhvað kunna „til handanna“ og ánægju- Iégt, að Norðlendingar treystast að balda námsskeiðið, þrátt fyrir styrjöldina og sigl- ingateppuna. irúsmæðraskólar. í sumar sem leið ritaði Jónína Sigurðar- dóttir Líndal mjög skýra grein í eitt viku- blaðið um húsmæðraskóla. Sýndi hún þar fram á með ljósum rökúm, að skólar handa húsmæðraefnum í sveit ættu alls ekki að standa í kaupstöðum og að kvenna- skólarnir þyrftu að vera tvennskonar, vegna tvennskonar staðbátta og æfikjara kvenna i sveitum og bæjum. Húsmæðra- skólar handa sveitakonum vildi hún að yrðu eins konar stór fyrirmyndarheimili á góðum stað í sveit. Meðsl annars skyldm þar kend öll algengustu sveitaverk kvenna. Það er ekki ætlunin að rekja efni grein- arinnar hér, heldur að benda ungum stúlk- um á þetta heillavænlega nýmæli. Þa& er sannarlega tími til kominn að hugsa meira en gert hefir verið um að sniða uppeldi og fræðstu kvenna — og karla raunar lika — eftir staðháttunum og þeirri baráttu, sem bver einstaklingur á í vonum. Eins og allir vita er uppeldi barnanna eitthvert mikilvægasta starfið og vanda- samasta í þjóðfélaginu. Því er ekkert meiri fásinna en að ganga að því alls óundirbúinn. Það þarf fyrst og fremst að kenna vinnu, uppeldisfræði, heilsufræði og siðfræði í kvennaskólunum. Alþingi hefir veitt fé til undirbúnings málinu. Verður það utanfararstyrkur væntanlegrar forstöðukonu handa nýjum húsmæðra- skóla. Nokkur orð um skiðastökk. Þegar maður ætlar að búa sér til „hengju“ í skíðabrekkunni, verður að gæta þess, að setja hana svo ofarlega í brekk- unni að nægilegt svigrúm verði fyrir neðri hluta „skriðunnar". Hlutföllin milli vega- lengdarinnar ofan og neðan hengju verða að fara eftir staðháttunum. Ekki eru mjög stultar né brattar brekk- ur bæfar fyrir skíðastökk og ekki heldur ef þeim hallar jafn afliðandi alla leið. Best er að ofurlítill hjalli sé á miðri leið, eða þá tvær litlar brekkur með dálítilli sléttu á milli. Þar sem svo hagar til er mjög auðvelt að búa til hengju. Ekki þarf nema fáeinar snjórekur og slétta svo til á eftir með skíðunum. Jafnvel má komast af án reku. Maður tekur af sér skíðin, treður mjóa braut hér um bil tvær skíðalengdir frá þeim stað, er hengjubrúnin á að vera.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.