Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 1
f 4 11. BLAÐ REYKJAVÍK, NÓVEMBER 1917. VIII. ÁR. Sambandið 10 ára. Árið 1907 var samband U. M. F. ís- lands stofnað. Það ár voru 2 félög, af þeim sem enn lifa í sambandinu. Nú telj- ast til þess 74 félög. Á hverju ári hefir eitthvað bœst við. Árið 1915 komu 4 félög, 1916 7 og nú í ár eru komin 10 og hér um bil vissa um það 11. um áramótin. Ymsir menn halda því fram i nokkurri al- vöru, að mjög sé að dofna yfir félags- skapnum. Komin sé í hann uppdráttar- sýki, eldmóður fyrstu áranna sé horfinn, félögin liafi lifað sitt fegursta. og í nálægri framtið liggi nú ekki annað fyrir þeim, en að leysast upp og hverfa ur sögunni. Vitanlega hafa kenningar mótstöðumann- anna jafnan nokkuð til síns máls, þó að slíkar séu helst lil öfgakendar. Félögin hafa áþreifanlega brugðist vonum margra forgöngumannanna. Við, sem nú fyllum flokkinn, játum að margt sé á annan veg í félagsskapnum, en því var ætlað að vera og átt hefði að vera. Og við sættum okk- ur við sumt. Við hugsum ekki svo mjög um að taka upp litklæðin frá söguöldinni. Vfð vænt- um ekki að sjá f náinni framtíð mikla ávöxtu af skógræktarstarfinu okkar. Við höldum því fram, að áður en tekið sé að starfa alvarlega að skógrœkt í stórum stíl, þurfl hugsunarháttur alþýðunnar að breyt- ast. Þjóðin þurfi að fá sterka trú og sann- færing um að hér geti vaxið skógur á ný, og þvi næst einlægan og fórnfúsan vilja á að „klæða fjallið“ aftur. Að því stefna félögin með trjáreitum sínum, en einkum væri þó von góðs ár- angurs, ef félagsmenn beittu sér alment fyrir því að prýða kringum híbýli sín með trjám og runnum og innan húss og utan með skrúðplöntum. Við játum að áhuginn sé ekki jafn- mikill, sem hann var i fyrstu, en aftur er fengin margvísleg reynsla um framkvæmd félagsskaparins og skipulag. Sú reynsla veitir von um meiri framkvæmdir, færri misgrip og geigurskot í framtið en fortið. Hvergi munu félögin hafa verið gagnslaus með öllu. Sum þeirra hafa reist sam- komuhús, forðabúr, lagt vegi, hjálpað fá- tækum og starfað að fleiri verklegum framkvæmdum og náð með þeim hylli eldra fólksins, um leið og þau unnu sveit sinni gagn og sóma. En samúð ráðandi mannanna er eitt höfuð-tilveruskilyrði fé- lagsskaparins. Nokkur hafa gert sundlaug- ar og öll starfað að öðrum íþróttum meira og minna, En mest er þó umvert, hversu félagsskapurinn hefir breytt til batnaðar bugsunarhætti fólksins — þó að þar sé allskamt á veg komið — hversu æskumennirnir hafa orðið áhugasamari, viljasterkari, samvinnuþýðari, hugsjóna* rikari, siðbetri, í einu orði sagt nýtari, einkum þeir, sem hafa verið í bestu fé- lögunum. Nokkur félög munu þó hafa verið áhuga- lítil, mörg eru uppleyst og sum á heljar- þröm. En þau hafa flest verið utan sam-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.