Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 7
SKINFAXI 85 Þess ber að gæta. að bæði geti sá nolið sín. sem ferðast, og. líka iátið ])á njóta sín, sem hann heimsækir — Eg geng nt frá ])ví, að ýmsa ungmennafélaga langi til að ferðast um ákveðin héruð, og á ])ví svæði séu mörg heimili, sem mundu vilja hýsa hann og mörg félagssystkini, sem vildu verða á vegi hans, fræðast af honum um fjarlægar bygðir og sýna hon- um það sem hann þarf að sjá, til þess að hafa full not af ferðinni. Það mundi því geta orðið til ánægju á tvær hliðar, ef úr ferðinni gæti orðið. En þó einhvern langi til að ferðast og nota sér þenna samhug félagssystkina sinna, þá veit hann ef til vill ekki hvort nokkurt ungmenna- félag er á því svæði, sem hann vill ferð- ast um, og þó hann viti það, þá veil hann ekki hvað ungmennafélagarnir heita eða á hvaða heimilum þá er að hitta. Þeim sem fyrir eru gelur líka stundum verið það óþægilegt, að gestir komi þeim á óvart, — gestir, sem þeir þó vildu taka vel. Fyrir öll þess konar óþægindi þarf að girða. (Frh.) Fátækt — hamingja. Einu sinni var frægur listamaður spurð- ur, hvort einn nemenda hans mundi ekki verða ágætis málari. „Nei“, svaraði hann, „til þess er hann alt of efnaður“. Lista- manninum var Ijóst, að hin mikla barátta við örðugleikana eykur kraftana og að jafnaði reynist torvelt að stæla vilja þeirra manna, sem alt af lifa í vellystinguiu. „Þeir sem eru svo ólánssamir að vera ríkra manna börn, kornast sjaldan áfram“, segir Andrevv Carnegie. „Flestir ungir menn, og efnaðir, geta ekki varist þeim ginningum, sern auðurinn færir þeim og þeir lifa því lífi, sem þeir eiga ekki skilið. Fátæki frumbýlingurinn óttast ekki keppi- nauta úr þeirra llokki, heldur meðal hinna, sem eru enn þá fátækari. Gefðu honum auga piltinum sem kemur úr alþýðuskól- anum og sópar skrifstofugólfið. Ef til vill verður hann auðugastur og kemst best áfram“. Baráttan sú, sem er í því fólgin að stríða við fátæktina og sigra, eflir rnann- inn. Mannkynið væri ekki mikilsvirði, ef við hefðum allir fæðst með óskasteininn í munninum og aldrei þurft að vinna. Saga Ameríku sýnir að mestu mennirn- ir í hverri grein hafa verið fátækir i æsku. Mestu verslunar- og visindamenn, verk- fræðingar og hugvitsmenn, stjórnmála- menn og prófessorar hafa allir hrifist áfram af hinni köldu, hörðu nauðsyn. Mikill fjöldi landnema hafa komið til Ameriku án þess að kunna ensku, þekk- ingarsnauðir, vinalausir og fjárvana, og þó hafa þeir náð ýmsum virðingarstöðuni og auðgast og með því gert öðrum til skammar, sem betri áttu skilyrðin í góðu upþeldi og öllu ósjálfráðu. Baráttulaust líf er einskisvert. Því að það eru einmitt tálmanirnar og ljónin á veg- inum, sem fullkomna. Maður sem fæddur er og uppalinn i makræði og værð, sem ávall er hjálpað, og sem aldrei fær að reyna til að ryðja sér sjálfum braut, verð- ur veikur og viljalítill. Hann er eins og smárunnur við hlið hávaxinnar eikar, er ált hefir harða baráttu við höfuðskepnurn- ar frá því hún var lítið akarn. Eg er þó alls ekki neinn talsmaður fá- tæktarinnar að jafnaði. En eg get ekki gengið framhjá gildi hennar fyrir þann sem á að ryðja sér braut. Að öðru leyti er fátæktin bölvun, sem oss ber að firrast í lengstu lög. En það er einnn'tt þessi bar- átta, sé hún háð með fullri hreinskilni og ráðvendni, sem breytir hjartablauðum manni í hetju.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.