Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 5
SKINFAXI 83 IY. Eignir félagarina. Ræktað land kr. 1245,00. Skóglendi kr. 880,00. Óræklað land kr. 1365,00 Sundlaugar kr. 4639,50. Hús kr. 20371,50 Leikvellir kr. 667,80. Hlutir í Eimsk.fél. íslands kr. 600,00. Girðingar kr. 1319,60 Bókasöfn kr. 6650,62. Aðrar eignir kr. 11383.00 Eignir alls kr. 49122,02. Skuldir hvíla á félögunum samtals kr. 6632,75 kr. Skuldlausar eignir ættu því að vera virtar á kr. 42489,27 Rœktað land eiga félögin eða hafa til nmráða, um 13450 □ m. Óræktað land 526482 □ m. Skóglendi 21325 □ m. Leikvellir 6, 14777 □ m. Sundlaugar eru nefndar 13 og 16 fundarhús að meðtöldum hlutum í húsum. Að samtöldu eiga fé- lögin 3086 bindi af bókum. Að eins nokkur hluti af löndum og lóð- um félaganna er virtur til peninga, svo að eignaframtalið verður að því Ieyti alt of lágt. Svipað má segja um félagssjóði. Sumir tekju og útgjaldaliðir eru ekki til- færðir í skýrslunum. Aths. Samkvæmt skýrslum 1914 voru þá 49 félög í Sambandinu með 1923 fó- lagsniönnum. Hér hafa verið talin 56 fé- lög með 2346 félögum. En eftir að skrá- in var samin, hafa 4 félög sent skýrslu með félagatali 139 og frá 8 félögum vantaði skýrslu, 3 þeirra 8, eru nýkomin í sambandið og telja 134 fél.m. Hin 5 af þessum 8 höfðu, 1915, 127 fél.m. Eru þannig í sambandinu 68 félög með 2755 félagsmönnum. Frá því síðasta sambands- þing var háð hafa þá bæst við í liópinn 19 fé’ög með 832 félagsmönnum. Skýrsla um „aukastörf og sjálfboð- vinnu“ verður birt síðar. 14. júní lí)17 Guðm. Davíðsson Kynnisí arir. í 2. og 3. tbl. Skinfaxa þ. á. birtist grein með fyrirsögninni „Skemtifarir“, eftir Bergþór Jónsson. Er þar vakið máls á því, að ungmennafélagar ættu að gera meira að þvi að heimsækjaHiverir aðra en hingað til heíir tíðkast, og bent á ráð til þess að anka ferðalög ungmennafélaga um fjarlægar sveitir. Á fjórðungsþingi Sunnlendinga var málið rætt, og samþykt tillaga um að halda því vakandi. Á sam- bandsþingi komst það ekki á dagskrá, sökum annara þinganna. En ég mun hafa lofað að skrifa nánar um málið og vil ég nú reyna að lej^sa mig frá því loforði, þó nokkuð langt sé um liðið og þó mig skorti nú tíma og tækifæri til að gera það eins rækilega og ég vildi. Þegar ég kom heim úr útlegð minni fyrir tæpum þremur árum og fór að gefa mig við ungmennafélagsmálum, þá fanst mér samband ungmennafélaganna ekki eins öflugt og æskilegt væri, Fanst mér meira gengið eftir því að sambandið væri i röð og reglu á pappírnum, en að þess væri gælt, að einingarbandið væri traust og innilegt. Þegar ég svo fór að kynnast ungmennafélögunum i ýmsum héruðum, þá komst ég brátt að því, að víða eru til menn og konur innan ungmennafélaganna, sem vilja nota félagsheildina til að afla sér vina í fjarlægum héruðum, er geti orðið til að auðga Iífið í sveitafábreytninni og víkka sjóndeildarhringinn fyrir þeim sem heima sitja. Sambandsþing og fjórðungsþing riá ekki nema til svo fárra, að þau geta ekki full- nægt kröfum heildarinnar u’m] innilegt samband og bróðurþel, sem þó verður^að vera kjarninn í félagskapnum, ef hann*á að eiga tilkall til nokkurrar framtiðar í landinu. Mér er kunnugt um það, að fulltrúar hafi ílutt heim með sér af þing- um meira og minna af þeim áhrifum, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.