Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1917, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.11.1917, Qupperneq 8
86 SKINFAXI Cleveland, sem einu sinni var fátækur skrifari, fullyrðir að bestu þroskaskilyrði mannsins séu framagirni og fátækt. Hvað mundi meðalmaðurinn gera, ef liann ekki þyrfti af fjárhagslegum ástæðum að starfa eitthvað og leggja hart að sér til að halda lífinu í sér og sínum. Ekki þyrfti hann að standa í stríði ef hann hefði alls nægtir. Ekki einn af hverju þúsundi mundi leggja sig fram til þess eins að gang- ast fyrir menningargiidinu. Flestir gang- ast fyrir því að svala metnaðargirnd sinni og að sjá sér og ástvinum sínum horgið. Æskumaður sem hýst við arfi, hugsar víst sem svo: „FIví er ég að rísa árla úr rekkju, til þess að strita? Nóg á eg efn- in og þarf því ekki að bera áhyggju fyr- ir mat og drykk“. Og liann vellir sér á hina hliðina og sofnar aftur, þegar hinn sem sjálfur verður að leiða sjálfan sig hlýtur „að vakna og vinna“. Hann skil- ur að hann verður að sækja fram, því að enginn hjálpar honum. Annað hvort hlýtur hann að sökkva eða þá að vinna af öllum mætti til þess að komast áfram. Þannig þrýstir náttúran manninum með þörfinni til þess að temja og efla atgerfi sina og vinna að framþróun siðmenning- arinnar í heiminum. Hún agar hann og fágar árum saman í háskóla reynslunnar, svo að hann geti að lokum orðið starfi sínu vaxinn. 0. S. Marden (Lauslega þýtt.) Félagsmál. Fræðafélaglð hefir gefið Samhandinu kost á Ársriti sínu, 1. og 2. árg., með lágu verði. Þeir ungmennafélagar eða félög, er kynnu að vilja gerast áskrifendur hjá Sambandinu gefi sig fram. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. 1. Verð: 2 krémir. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 3. Sími 418. Al'greiðslumaður: Egill duttormsson. Skólavörðustíg 8. EyðuMöð undir skýrslur um störf sambandsfélag- anna, efnahag o. fl. voru send með nóv- emberpóstum til Vestfjarða, í Skaftafells- sýslur og á Fljótsdalshérað. Fjórðungs- stjórnir Norðlendinga og Sunnlendinga höfðu tekið þau áður. Skyldu sendingarn- ar ekki hafa komið lil skila, ættu félögin tafarlaust að senda kvörtun. Ekki voru send nenrn 2 eyðublöð til hvers félags, af því að upplagið er á för- um. Fjórðungsstjórn og Sambandsstjórn eiga að fá sitt eint. hvor. Munið að senda skýrslurnar (og skattinn) þegar eftir ára- mótin. Oestanefnd Reykjavíkurfélaganna starfar eins og áður. Þeir sem vildu hafa hana til að stoðar um undirbúning kynnisfara, geta skrifað til Steinþórs Guðmundssonar cand. theol., Flensborg Hafnarfirði, eða Aðalstr. 16 Rvík. Sigurðnr Vigfússon frá Brúnum er kominn úr fyrirlestra- ferð um Árnessýslu. Aðsókn var mikil að fyrirlestrum hans, þrátt fyrir óvenju stirða veðráttu. Honum tókst svo eftir, að félagsskapurinn væri í góðu horfi þar austan fjalls. Héðan fer hann upp í Borgarfjörð og Mýrasýslu, í sömu erindum. Má vænta góðs árangurs af starfi hans. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmidjan

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.