Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1917, Blaðsíða 2
80 .SKINFAXI bands. Tiu ára reynsla sýnir á Iiinn bóg- inn, að sárfá sambandsfélög hafa týnst úr tölunni. Það eru utansambandsfélögin, sem deyja. Og deyi þau. Stefnunni er lítill skaði að fráfalli slíkra félaga, sem forsprakkarnir bvorki geta baldið í lifinu utan sambands, né hafa skyn eða skiln- ing á því úrræði að láta þau taka bönd- um saman við heildina. Þar sem menn vilja félög, en ekki samband. Þó að bér hafi því verið haldið fram, að félagsska|»urinn sé í framför, þá er slíkt ekki gert til þess að vagga mönnum í værð, né heldnr með þeirri sannfæring, að honum sé í engu ábótavant. Slíkt er fjarstæða. Ahyggjuefnin eru mörg, og skal eitt þeirra nefnt bér stuttlega. Af 74 sambandsfélögunum, eru aðeins 10 i kaupstöðum og sjóþorpum. Þar við bætist og að eitthvert áhrifamesta og besta félagið, sem verið hefir, félag sem margir menn eiga hiklaust bamingju sína að þakka, virðist nú láta mjög lítið á sér bæra. Það er U. M. F. Reykjavikur. Hvað veldur þessu? „í kaupstöðum er kæti | sem kunnugt er, | en dans og líf- Ieg Iæti | er lítið um í sveitum hér“. Þvi mæla sumir menn, að félögin baldist við í sveitunum, en í kaupstöðum sé „kætin“ hvort sem er og því þurfi þeirra þar ekki við. Gengst þá sveiíafólkið einvörðungu fyrir glaðværðinni? Og eru bæjarbúar svo léttúðugir, að þeir þoli ekki alvöru félags- skaparins, né böndin, sem hann bindur. Varla er það sennilegt, enda of sorglegt ef satt væri. Er þá síður þörf þjóðlegs félagsskapar i bæjum en sveitum? Fé- lagsskapar, sem reynir að vernda móður- málið, endurreisa beimisiðnaðinn, prýða híbýlin, styður að bættri alþýðumenlun, með bókasöfnum og fyrirlestrum, stundar íþróttir, heldur uppi glaðværð og heíir þó um leið mikla siðlega alvöru að færa? Nei, hans er full þörf. Kennarar og aðrir hugsandi lesendur Skinfaxa! Viljið þið nú ekki gerskoða stefnu Ungmennafélaganna og viljið þið ekki, ef ykkur finst hún verð stuðnings góðra manna, gefa henni eitthvað af tóm- stundum ykkar og koma á fót Ungmenna- félögum í nokkrum kauptúnum þar sem þau nú eru engin. Eg er viss um að það hitar ykkur. J. K. Tryggvi Gunnarsson. „Gleymdur eftir tiu ár!“ Tryggvi Gunnarsson átti að verðagleymd- ur íslensku þjóðinni tíu árum eftir að hann félli frá, samkvæmt skoðun eins meiriháltar embættismannsins í Reykjavik. Ættu þessi ummæli við rök að styðjast mundi mörgum segja þunglega hugur um framtið þjóðarinnar. En svo er nú fyrir þakkandi að allur almenningur mun hafa fylstu ástæðu til þess að gera sér vonir urn hið gagnstæða, gera sér vonir um að þjóðin muni Tryggva Gunnarsson eins og þá sem hún man lengst af sam- tíðar mönnum hans. Hann var þar hvort sem er i brjóstfylkingu, og bar uppi það hlutskiftið sem svo mikið reið á. Hann var mestur framkvæmdamaður sinnar tíðar. Og hann var óeigingjarnastur fram- kvæmdamaður sinnar tíðar. Mannkostirnir og hæfileikarnir voru áskapaðir. Uppeldið spillir hvorugu né afvegaleiðir. Löngunin til þess að vinna mikið gagn, hlýtur að hafa verið rik, hún þrifst hvort sem er best þar sem eigin- girnin er minst fyrir. Og þess vegna kom traustið. Tryggvi var við smiðar sínar meðan á fundinum stóð í Grenivik, þar sem bændur bundust samtökum um að hlýta eigi kúgun norðlenskra kaupmanna, lieldur eiga verslun við kaupmenn á Suð- urlandi sem þá buðu mun betri kjör. Þetta var árið 1858, og var Tryggvi þá að eins 22 úra gamall. Var Tryggva

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.