Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.02.1918, Blaðsíða 1
Nokkur orð um fræðslumál. Því var haldiö fram fyrir skömmu hér í blaöinu, aS gott uppeldi æskulýbsins gæti talist frumskilyröi farsældar og gengis ])jóöarinnar í framtíöinni. Og þó aö þaö þykist eigi hafa neitt mikilvægt fagnaöar- erindi .aö fyltja um uppeldismálin, þá þyk- ir hlýöa aö minnast þeirra hér stuttlega. Óhugsandi er, aö nokkur sá sé til, er telji sig þau engu varöa. Nú á síðustu tímum liafa fræðslumálin veriö ofarlega i hugum margra manna. Ber ýmislegt til þess. Menn hafa þótst finna ýmsa galla á fræðslulögunum, mönn- um hefir virst árangur barnafræöslunnar, með því skipulagi, sem á henni er, næsta lítill. í þriöja lagi eru áhrif styrjaldarinnar á fræöslumálin einkar athugaverð. Mörg skóla- og fræðsluhéruð hafa dregið saman seglin um skólahaldið ótiltekinn tíma, laun kennara lækkuö, eða afnumin með öllu. Þeir leita sér annarar atvinnu sökum þess, e®a þá af því, að verðfall peninganna gerir þeini ófært að lifa af laununum. Má vissu- le&a gera ráð fyrir, að margir þeirra, sem nú lata af kenslustarfinu, hætti þvi fyrir fult og ait; þó striðinu linni bráðlega og' skólahald hefjist á ný. Fræðslulögin frá 22. nóv. 1907 voru mik- ilvægt framfaraspor. Meö þeim var skóla- skylda 1°—lA ára barna lögleidd og sveit- arfélögunum gert að skyldu áð sjá þeim fyrjr fræðslu. Meö þeini var í verki viður- kend sú jafnaðarhugsjón, að það skatt- gjald, er uppfræðsla barnanna skapar, skyldi hvíla á heröum a 11 r a gjaldenda eftir efnum og ástæöum hvers þeirra. Þau þröngvuðu mönnum til samvinnu um barnafræðsluna. Lögin voru „rúmgóð", svo að margs konar fræðslufyrirkomulag hefir átt sér staö í skjóli þeirra. Vegna þess hefir siðan fengist um fræðslumálin margháttuð reynsla í 10 ár. Er hún að vísu ekki næg né ábyggileg í ýmsum greinum, en hún bendir ótvírætt á það, að kröfur manna um endurskoðun og breytingar á lögunum eigi við mikil rök að styðjast. Þar við bætast áhrif stríösins, þau er áður var á minst. Á síðasta alþingi kom fram tillaga um skipun milliþinganefndar, til þess að ihuga skipulag fræðslumálanna í landinu. Þótti mörgum, samkvæmt því, er hér hefir ver- ið sagt, sem alþingi mundi með skipun slíkrar nefndar, er athugaði þessi mál ger- samlega, hitta það ráð, er þeir helst kysu, og farsælast mundi landi og lýð. Þann kost tók þingið þó eigi, heldur vísaði málinu til stjórnarinnar og er með því sýnt, að hverri hornreku það hefir slíkt velferðarmál sent þetta, og teljast mætti það meira en meðal heimtufrekja, ef nokkur skyldi nú búast við jáfn röksantlegum og heillavænlegum breytingatillögum eins ög vænta mátti áf launaðri og vel valinni milliþinganefnd. Bæði veldur því fátækt fólksins og skiln- ingsskortur á mikilvægi góðs uppeldis, að einsætt viröist að landsjóður verði að leggja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.