Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 2
2tf SKINFAXl bót. Forgöngumennirnir sáu, að með þrem- ur félögum var sambandið alt of veikt og fáliða. En fyrir ötula starfsemi þeirra munu þeir félagsmenn teljandi þar eystra, sem ekki skilja nú orðið, að ungmenna- félögin fmrfa að eiga traust og starf- samt héraðssamband til þess að geta unnið þar saman að öllum sínum rnlá- um. Héraðssambandið er nú þegar orðið svo öflugt að það getur vel styrkt félögin að málum og nægilega stórt í byrjun meðan ungu mennirnir eru að heflast og ná tök- um á góðri stjórn og samvinnu. Nú er tími tilkominn að það taki til starta. Verk- efnin eru mikil og margháttuð. Það þarf að haldn uppi öílugri fyrir- lestrastarfsemi, tþróttabandalag Austurlands sem starfað hefir nokkur ár, hefir meðal annars fært ungu mönnunum heim sann- inn um það, að í íþróttunum verður eng- inn óbarinn biskup. Eiggur því æðimikið starf fyrir héraðssambandinu á því sviði. Enn má nefna trjáræktina. Þar standa iélögin vel að vígi. Eftir nokkra áratugi ættu fyrir þeirra tilstilli að vera komnir trjágarðar á hverju oinasta býli. Þau eiga að flytja börn bjarkanna í Hallormsstaða- skógi heim að bæjunum í fóstur, til frek- ari þroska og varnar. Lýðbáskólamál. Iii. „Skamt er síðan skildum við, skemtun vav að lijali, fann eg irvern minn lim og lið iifna af okkur tali. Svo hefir verið kveðið, og frá llkum áhrifum mundi margur geta sagt er hefir skift orðnm við bugsjónamann eða hlýll á orð hans. Og þess er gelið í eefisögum merkra manna að orð eða atböfn vakti þá til æfi- starfs, er þeim hafði jafnvel eigi fyr kom- ið til hugar að vinna. Má nefna þá H. Dracmann skáld og Svein Héðin Asíufara er hvor um sig voru þann veg kaliaðir og unnu sín „hljóðu heit“ að keppa að ákveðnu marki. Slík dæmi eru víst miklu fleiri óskrifuð en skrifuð, gerast oftar en oss grunar. •— Vitjunartími manna og þjóða stendur alt- af yfir, en hann verður alt of fáum að þeim notum er vera mætti. Ber tvent til þess: Raddir bans eru oft veikar og sljóf- ar, táknin ógreinileg og dauf. Og þótt menn heyri og sjái þá færast flestir und- an eins og Móses forðum. Það þarf guðlegt vald til þess að knýja mannsandann til ttarfa. Nábúi Þorsteins á Skipalóni „dó af hreyf- ingarleysi". Svo fer um margan góðan hæfileika, hann sefur allan daginn, veslast upp og deyr af lireyfingarleysi. Og skóla- gengnir hæfileikar eru þar engin undan- tekning, sem ekki er heldur von, því þeir komast fæstir á hreyfingu. Staglkenslu kuldinn, með öllum sínum þulum og lexí- um, er drepandi fyrir æskuna og hlýtur að hefna sín á afkomendum vorum á kom- andi tíð, ef ekkert er aðhafst. Það er vaninn einn og hugsunarleysið er sœtt- ir oss við gallana. Og það er lifs nauð- syn þessari þjóð, að fá nýja andlega hitastrauma inn í hvern einasta skó'a er starfar í þessu landi. Unga kynslóðin, sem nú er að komast til vits og ára, á að krefjast þess að nú þegar verði farið að leita að hornsteinum undir fyrsla andlega íþróttaskólann i land- inu. Þeir skólar hafa verið nefndir lýð- háskólar eða hugsjónaskólar, um nafnið deili eg ekki, en hlutverk þeirra er að hafa lilsvarandi úbrif á dómgreind, lilíinninga- líf og viljaþrótt ungra manna, kvenna og karla, og likamlegri íþróltakenslu og iþrótla- iðkunum er ætlað að bafa á táp, fegurð og starfsþol.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.