Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1918, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1918, Side 3
SKINFAXl 27 Öngmennafélög Norðurlanda eru ávextir lýðháskólum þeirra og styðjast við þá. Öngmennafélög vor eiga þeim einnig mest að þakka. Margir bestu starfsmenn vorir eru nemendur þeirra. ömferðafyrirlestra-starfsemi Norður- landa er sömuleiðis lýðháskólum þeirra að þakka, er hún í samræmi við þá, styður að samvinnu ungra manna og eflir and- legan vöxt þeirra. Þetta hvorttveggja á að verða Iðunnarepli ungmenna vorra: hugsjónaskólar og fyrirlestrafræðsla i sama anda, út um allar sveitir þessa lands. Og verði það vanrækt, hvorugt má án annars vera, þá rætist sú hræðilega hrak- spá von bráðar, að yfir íþróttunum dofn- ar, ungmennafélögin lognast út af og sain- bandið deyr úr hreyfingarleysi. Guðmundur Hjaltason er nú á sjötugs- aldri, þó ferðast hann nú um landið sum- ar og vetur, sívakandi og sívekjandi, starf- andi að „alellingu andans“. Hugsjónirnar ferja hann hálfa leið. Hann sýnir hvers virði oss mætti vera að fá skóla á stöku stað hér heima, líka þeim, er efldi anda hans, gerði hann svo „traustan og sterk- an“. En er til nokkurs að minnast á þelta mál? Eru ekki alt of margir á móti því ? Eru ekki allflestir ánægðir með það sem komið er? Þykja skólarnir ekki nægilega margir? Eg býst við því. Og óvíst er að sá maður fengi stórkostlegar þakkir fyrst í stað, hvorki í orði né verki, er væri þeim vilja gæddur, að leggja þá sjálfsafneitun á sig og sína, að taka á málinu í verki og framkvæmd, stofna og starfrækja hugsjóna- skóla í landinu. Og hverjum er láandi, að hann vill hinkra við eftir leiði, bíða þangað til hafísinn losnar. Það er erfitt, að berja á móli falli og vindi og ógirni- legt að hætta sér i þá mannraun að brjóta ísinn. En, ef sá, er best væri til þess fallinn, að brjóta ísinn í þessu máli, hinkrar við, bíður með hendur í vösum, þangað til leiðin er örugg, þá verða allir hans bestu hæfileikar til starfsins sálaðir úr „hreyfing- arleysi41 jiegar „lagið kemur og hann sjálf- ur, ef til vill „til ónýtis11 dauður. Hér er ekki fyrir embætti að gangast, auði né upphefð, en eg hygg, að ungur, velgefinn hugsjónamaður gæti ekki auðgað land sitt, né hafið anda jjjóðar sinnar jafn hátt í nokkurri annari stöðu, þótt þær stæðu honum allar opnar. Og það er óskiljanlegt ef engan ágætis- mann fýsir að ganga að svo göfugu æfi- staríi. En á því einu slendur nú fram- kvæmd þessa máls. Einhver eða einhverjir okkar bestu mentamanna þurfa að taka það að sér, án þess að gera þá kröfu fyrirfram, að fá alt borgað að fullu áður en þeir kveðja. Án J)ess — nei, þessu er alveg ofaukið, því enginn hugsjónamað- ur spyr fyrst um laun eða metorð og Jieir einir þola úl á ísinn. Og að eins sannmentuðum hugsjóua- mönnum er trúandi fyrir þessu máli. Að svo komnu máli geng eg fram hjá fjárhagshlið þess. Eg veit reyndar að ýms- ir lita svo á, að fyrst þuifi að fá stofnfé og stað fyrir skólann og því næst trygg- ing fyrir reksturskostnaði. Þegar skólinn sé kominn og launin viss, þá fáisl kenn- ari. Eg get fallist á þetta. En skóli og laun eru óviss og veigalítil trygging fyrir hæfum hugsjónamanni I kennarasætið og þó er jafnvel hin dýrasta mentastofnun arðlítil og innantóm án hans. Nei — sætin standa auð frá andnesjum til afdala. Allstaðar eru verkefnin. Vænt- anlegir nemendur, eldri og yngri, biða með óljósa andlega vaxtarþrá í þröngum hálf- fjötruðum huga. Það vantar að eins manninn er liafi vit og vilja, þrek og þor til Jjess að koma hinum innri öflum ungmenna vorra á hreyfingu og þroska þau svo, að þau slíti af sér höndin. „Valdimar, oss vantar eldinn11, segir Matthías.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.