Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 4
SKINFAXI “28 Það er satt, það vantar eld í hverja taug sálarinnar, ef eg má komast þannig að orði. Og sú Ufsábyrgð hvilir einkum á ykkur ungu vinir og samverkamenn, að kveikja þann eld og tendra hann. Og sé hann ekki lil heinmfyrir, sé hann ekki til i Drangey, þá ber ykkur að leggjast til sunds eftir honum, eins og Grettir forðum Því án hans, án hugsjónanna. er ekki lif- andi í þessu kalda og skammdegisríka landi. Stefán Hannesson. Úti-íþróttir . III. KAFLI. H I a U P . (Frh.) (100—400 metrar). Á æfingum skal þess gætt: Að fyrstu spreilirnir eða viðbrögðin eiga aldrei að vera mjög snöggir (gerðir af miklu afli); best að geyma allar sneggri hreyfingar þar til likaminn er orðinn vel heitur og blóðið á góðri hringrás í vöðv- unutn. Að stöðva sig ekki snögglega eftir við- brögð eða harða spretti, heldur minka ferð- ina smám saman. Að „markið“ er liraði. En hraðieykst oft við mýkt og auðveldleika, — að hvert skref kosti senr minst erfiði. Næst hrað- anum er því mýkt hreyfinganna. — Eink- anlega er þetta áriðandi fyrir þá sem hlaupa lengri sprettina. Að fyrsta skrefið úr viðbragðsholum á ekki að vera Iangt, heldur á fóturinn að taka sem fyrst niður: yfir höfuð eiga fyrstu skrefin að vera sem allra hröðust, lengd- in kemur með viðbragðshraðanum. Að eftir að fullum hraða er náð, má teygja úr skrefununr og Ieyfa vöðvunum að „losa“ sig (á meðan verið er að ná full- um hraða, eru flestir vöðvar talsvert “spentir") því með því verður hlaupið nrýkra, maðurinn þar af leiðandi beturbú- inn undir „herslu sprettinn“, sem gerir til- kall til aleflis. Eg segi að þessa skuli gætt á æfingum, því hafi það verið gert, verður manni það ósjálfrátt á leiknróti, hafi æfingin verið nægileg.’ Til þess að menn hafi eitthvað að átta sig á, viðvíkjandi æfingunum ætla eg að setja hér æfingatöflu, senr þó er að eins sýnishorn; hver einstakur verður að átta sig á kostunr sínum og ókostum (fljótur á sprett, úthaldslítill eða öfugt) og þroska kostina, en einkanlega hlaupa af sér ókost- ina. En endilega verður að hafa reglu i æfingununr, reglu, sem ekki er útafbrugð- ið, nenra sérstakar og gildar ástæður séu til. Þess vegna er besl eftir nokkrar fyrstu æfingarnar, þegar nraður er farinn að þekkja sig og hæfileika sína, að setja sér upp æfingatöflu fyrir svo senr 2—3 nránaða æfingu, og geta þeir senr vilja, þá notað þessa töflu til fyrirmyndar. Mánudagur: Nokkur viðbrögð. Tveir 35 nr. sprettir með fullunr hraða. 300 nr. með þægilegri ferð. Þriðjudagur: Viðbrögð. Tveir 25 m. sprettir. 60 m. sprettur. 150 m., hálfur hraði. Miðvikudagur: Viðbrögð. Þrír 35 nr. sprettir, hálf ferð. 150 m. sþrettur; full ferð fyrstu og síðustu 30 nr., þægileg ferð á milli. Fimtudagur: Viðbrögð. Tveir 35 m. sprettir. Föstudagur: Viðbrögð. Tveir 35 m. sprettir. 400 nr. þægilega hratt. Laugardagur : 100 nr. fullur hraði eft- ir nokkra liðkunarspretti. Annars er gott að skiftast á nreð spreltina tvo; hlaupa 100 nr. annan laugardaginn og 200 m. hinn; samt ekki fyr en eftir 1 — l1/^ nrán- aðar æfingu. Þessi tafla er að mestu leyti eftir „Atlrletic

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.