Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1918, Side 5

Skinfaxi - 01.04.1918, Side 5
SKINFAXI 29 Training for School Boys“, eftir G. Orton. Höf segir, eins og satt er, að ómögulegt sé að seinja töflu, sem sé við allra hæfi og setur ])etta fyrir þá, sem enga tilsögn hafa. Enda þurfa liklega flestir eitthvað útaf að bregða. Það sem aðallega er athugavert við töfl- una, er það, að hún gerir ekki ráð fyrir meiri æfingu við þroskun, því höf. ætlast til að sama taflan sé höfð, hve langur sem æfingatíminn er; en það er auðvitað óhæfi* legt, þegar tekið er tillit til þess, að í fyrstu þolir maður miklu minni æfingu en síðar, þegar líkaminn er farinn að þroskast af æfingunni — sem hann gerir á meðan skyn- samlega er æft, — og svo líka hins, að til þess að nokkur veruleg framför fáist verð- ur maður að æfa eins mikið og líkaminn þolir með góðu móti. Sem sé; œfingin verður að aukast smátt og smátt. Ann- að er líka einkennilegt, að höf. lætur ekki hlaupa lengri vegalengdina (220 yards — 200 metra) nema 1-2 sinnum á viku og aldrei lengra. (Eg hefi því leyft mér að lengja suma sprettina). Það sem liægt er að gera til þess að herða á æfingunni, með því að ganga út frá þessari byrjun, er það helst, að hafa sprettina hraðari og jafnvel fleiri en taflan gerir ráð fyrir og hlaupa að auki 2 — 3 sinnum á mánuði spretti alt að 800 m. á Iengd. Eins má líka hafa alla sprettina 1. mánuðinn mjög hæga og herða svo á með auknum þrótti. Viðbrögðin líka hæg fyrst. Ó Sv. Ágrip af þinggerð Héraðssambands Fljótsdæla. fjaugardaginn 6. april var haldið héraðs- þing ungmennafélaganna á f’ljótsdalshéraði Þar voru mættir 14 fulltrúar frá 6 félög- um og auk þeirra stjórn héraðssamhands- ins. Eilt samhandsfélagið sendi engan full- trúa. Formaður sambandsins, Sigmar Gutt- ormsson í Geitagerði, setti þingið og til- nefndi Stefán kennara Stefánsson til for- setastarfa, en ritara Magnús Stefánsson. Þá var gengið til dagskrár. I. Lesnir voru upp reikningar sam* bandsins fyrir árið 1917 ásamt at- hugasemdum endurskoðendaogsam« þyktir. II. Héraðsstjori skýrði frá breytingum síðasta sambandsþings a lögum U. M. F. í. III. Skýrt var írá gerðum héraðssam- bandsins á síðastliðnu ári. Enstarf- semin hefir einkum beinst að þvi að útbreiða félagsskapinn og eíla héraðssambandið. Nú eru 7 félög í því með samtals 268 félagsmönn- um. Ennfremur skýrði ritariU. M. F. I., sem þar var staddur, frá nokkrum málum er fram höfðu komið á Sambandsþingi 1917. IV. Rætt var um starlsemi héraðsam- bandsins á yfirstandandi ári og sam- þykt þessi tillaga um fyrirlestra- starfsemina: 1. Þingið telur rétt að reynt verði áð fá hr. Guðmund Hjaltason til að ílylja íyrirlestra á héraðssam- bandssvæðinu næsta vetur. Fáist ekki nefndur maður felur þing- ið væntanlegri diéraðsstjórn að útvega aðra hæfa menn iil þess starfa. Ennfremur leggur þing- ið áhverslu á það að hvert ein- stakt félag í héraðssambandinu afli sér sem mestrar fræðslu með fyrirlestrum. 2. Þessi tillaga var samþykt um í- þróttastarfsemi samhandsins: Þingið felur héraðsstjórninni að styrkja íþróltastarfsemi félaganna annaðhvort að útvega þeim um* ferðakennara í íþróttum eða á

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.