Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1918, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 Gullin börnin bera bæjar út á bólinn, gælur við þau gera golan hlý og sólin. Vor fer vængjum þöndum, vötnin hraðar renna, úti á ystu ströndum eldar vorsins brenna. Vors að öld og ári eyðist forni klakinn, grætur gleðitári gluggi héluþakinn. Æska unga, fríða ástar létta sporið ])ú vilt græða, þíða, þú ert eins og vorið. Aíl í trauslum armi, ást i þýðum svörum, rós á beggja barmi bros á rósavörum. Borgfirðingnr. 1915 „Um slátt“. Svo nefnist sérprentuö ritgeriS úr Bún- aöarritinu ]>. á. eftir Guömund Finnboga- son prófessor. Hefir hann sent hverju ungmennafélagi eintak af greininni. Er hún fróöleg og ljóst og skemtilega rituö, eins og höf. var von og vísa. Mest fjallar hún um orfiö, lögun þess og gerö, en auk þess eru ýmsar bendingar og athuganir um aöstöðu sláttumannsins og sláttulag alt, Ijálengd, legu hans í orfinu o. fl. Auk þessa er þarna skýrsla um athuganir höf. á slætti 15 manna á túnum i Reykjavík i júlimánuði 1917. Eru menn mjög hvattir til þess aö lesa ritgeröina og má telja víst aö menn sjái, aö því loknu, ýmislegt viö- vikjandi slættinum i nýju og betra ljósi en áöur, Aftast i ritgerÖinni leggur höf, þaö til, sem Jón Hannesson flutti i Búnaöarritinu fyrir nokkru, aö menn taki aö efna til kappsláttar viö og viö í sveitum, t. d. i sambandi viö iþróttamót ungmennafélag- anna. Hefir sú tillaga fengiö góöan byr. liinn áhugasamur maöur í Borgarfiröi hefir sýnl þaö örlæti, aö heita 300 krón- um til verölauna. Veröur þeim skift í þrent: 150, ioo og 50 krónur, og senni- lega kept um ]>au á í]>róttamóti Borgfirö- inga og Mýramanna næsta sumar. í Árnes- sýslu undirbýr Þorsteinn Þórarinsson sams konar kappslátt, og veröur hann væntan- lega háöur á íjiróttamóti félaganna austan fjalls. Slíkár undirtektir sýna aö augu manna eru aö opnast fyrir gildi vinnurannsókna og endurbóta á vinnubrögöum. Kappslátt- urinn mundi leiöa þaö aí sér, aö fjöldi manna tæki sér fram um slátt og geröi sér far unr að vinna vel og veröa afkasta- meiri en áöur. Guöm. Finnbogasyni hefir ]>egar tekist aö vekja áhuga margra manna á aö „strita méð viti“. Eftir því sem þeirri stefnu vex fylgi, hverfur smámsaman mót- spyrna andstæöinganna, sem vel gat haml- aö því, aö starfsemi hans kæmi aö tilætl- uöum notum. Um tóbak. Á seinni árum liafa konur byrjaö á rcyk- ingum, þó ekki séu enn mjög mikil brögö aö slíku. Og i raun og veru kemur ]>aö í bága við hugtakið „kvenlegr, aö vera svæsin reykingakona. Þaö skartar illa á konu aö standa spýtandi og skirpandi meö langa reykjarpípu í höndunum. Karlmönn- unum litist áreiðanlega ekki á það. Hverj- um skyldi vera þaö geöfelt aö sjá unnust- una skirpa fram úr sér tóbakstölunni, ef hún ætlaöi aÖ minnast viö hann? Og mundi ekki mörgum þykja hvimleitt, aö sjá hana vera að hreinsa pipuna sina yfir matar- ílátunum? — En lítum nú á máliö frá ann- ari hliö. Karlmennirnir heimta umburöar- lyndi kvenna sinna, livaö miklir ,,reyk- háfar“ sem þeir eru og hvaö mikla and- stygð, sem þær kunna að hafa á óþrifnaö- inum, þá eiga þær aö taka þau alt gott og gilt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.