Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 3
SKINFAXl
43
drýgið dug óveilum
dáð við foldar svörð.
íþróttir skal iðka
eftir fornum sið;
limu s na liðka
leiki’ og glímur við.
Krafta ungum eykur
afl að reyna’ og þiótt.
Æfður æsku-leikur
auðgar lireysti drótt.
Vinni, starfið, slritið!
styðjið hag vors lands!
Efli vilji’ og vitið
vinnuþrek hvers manns.
Leitið liðs og biðjið
lávarð himnaranns;
stríðið, erjið, iðjið
undir merkjum hans!
Jón G. Sigurðarson.
Nýárssundið.
Það fór fram á nýársdag, eins og venja
er til. Veður var ágætt, logn og frostlaust.
Keppendur voru 6. Erlingur Pálsson vann
sundbikarinn í 4. sinn, þó að hann hafi
áður synt hraðara, en næstur honum var
Ólafur og þá Jón, báðir bræður hans.
Jón er að eins 13 ára að aldri, og mjög
efnilegur sundmaður. Sundskeiðið var 50
metrar. Að öllu leyti fór sundið vel fram,
en keppendurnir voru alt of fáir. Væri
tæplega til ot mikils ællast, að Reykja-
vík legði til 20—50 keppendur, svo margt
manna sem þar er saman komið. Þá er
staðurinn. Þar sem sundið er þreylt, er
höfnin eins og forarpollur. Rennur þar út
hana alls konar óþverri úr skólpræsum
bo rgarinnar.
Suður við Skerjafjörð stendur sundskál-
inn, er þar var reistur fyrir fáum árum
að tilhlutun U. M. F. Reykjavíkur. Hann
er nú ekkert notaður. Eru nú hafin sam-
tök um það í bænum, að stofna öflugt
sundfélag, er eingöngu beiti sér fyrir þeirri
íþrótt. Mun ungmennafélagið gefa því sinn
hlut i skálanum og ef til vill allir hlut-
hafarnir, og yrði hann þá að likindum
fluttur út i Örfirisey. Það er nú orðið
eini staðurinn kring um Reykjavík þar
sem völ er á hreinum sjó. En úr bænum
er stutt skemtiganga út i eyna, og enn
skemri bein sjóleið yfir höfnina. Má bú-
ast við að mikil aðsókn mundi verða að
skálanum þarna, að kjarkmiklum ung-
mennum mundi þykja hin besta skemtun
og hressing að því að róa yfir höfnina að
sumrinu, til skálans, og njóta þar sjóbað-
anna og hressandi hafgolunnar. Lika gæti
komið til mála að nýárssundið færi þar
fram. Með þátttöku sinni i nýárssundinu
hefir Jón Pálsson sýnt, að heilbrigðum
æskumönnum þarf ekki að standa neinn
stuggur af sjóböðum, a. m. k. ekki að
sumarlagi. Suud er svo fögur íþrótt og
nytsöm, að menn verja vel tómstundum
æskuáranna ef þeir iðka það með forsjá
og kappi.
H e i m a i ð j a.
(Eftir GuðmunA Jónsson frá Mosdal).
I.
Eg hef lofað Skinfaxa því, að geta að
nokkru þess heimaiðnaðar, sem ungmenna-
félögin hér vestra hafa starfað að s.l. vet-
ur, eftir því sem mér er kunnugt um.
Námsskeið Ungmennafélag ísafjarðar hélt
á ísafirði. námsskeið hér í kaupstaðnum
með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra (sjá
Skinfaxa þá). — I þetta sinn stóð það 5
vikur í október og nóvembermánuðum.
Nemendur voru 50, þar af 23 stúlkur, —
og unnu alls 123 hluti. Flest var náms-
fólkið á aldrinum 14—20 ára. Námsgrein-