Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1918, Síða 4

Skinfaxi - 01.06.1918, Síða 4
44 SKINFAXI ir voru trésmíði með einföldum útskurði og útsögun, — og teikning. I smiðunumtóku þátt 20 stúlkur og 23 piltar og gerðu alls 96 muni. Teiknun stnnduðu 16 oggerðu 32 teikningar. Vegna þess að ekki var auðiS að útvega efni til bursta- og körfu- gerðar, voru ekki tök á að hafa náms- skeiðið fjölbreyttara að þessu sinni. Bæjar- stjórn kaupstaðarins lánaði þinghúsið til kenslunnar, sem fór þar fram 4—5 stund- ir síðari hluta dags. Nemendur skiftust í 3 deildir og naut hver kenslunnar annan hvern dag, Heimilisiðnaðarfélag Islands veitti nokkurn fjárstyrk til námsskeiðsins og vil eg því leyfa mér, fyrir hönd félags- ins, að tjá því og bæjarstjórninni þakkir fyrir þá aðstoð, er hvorirtveggja hafa veitt því til þessarar starfsemi. Sýning var haldin að námsskeiðinu Ioknu. Var hún fjölsótt og gerður góður rómur að. Eigi vil eg láta þess ógetið að aðsóknin að þessum mámsskeiðum hefir verið svo mikil að fjölmargir hafa sótt um, en ekki komist að. Og nemendurnir hafa sýnt iðni mikla og ástundun. Myndasýningar né aðrar skemtisamkomur hafaekkertdregið frá námsskeiðunum. Heimilisiðnir I sambandi við þetta náms- í kaupstöðum. skeið hér vildi eg víkja nokkr- um orðum að heimilisiðnaðarstarfsemi í kaupstöðum annarsstaðar. Menn hafa nú á síðari árum, með miklum rétti bent á, að iðjuleysi barna og þó einkuin hálfvax- inna unglinga í kaupstöðunum, með ónógu eftirliti hinna eldri manna, hefði ill og spillandi áhrif á þroska þeirra og uppeldi Sumir hafa jafnvel hallast að þeirri skoð- un, að um iðjusemi gæti ekki verið að ræða meðal unglinga í kaupstöðum. En það er vitanlega rangt. En verkefnin vantar. Hér á ísafirði — og svo mun víðar vera — er nóg af höndum sem hug- urinn réttir fram af starfsþrá og löngun tii þess að vinna eitthvað sem verk er í. Það myndi reymast mikill menningarauki fyrir okkar þjóð, ef eldra fólkið myndi ávalt nógu vel eftir því að sjá æskunni fyrir störfum við hennar hæfi og sem byggju ungu mennina á einhvern hátt undir lífs- baráttuna. Það ætti að vera kappsmál hverju bæj- ar- og sveitaríélagi að auka starfslöngun og starfsþroska æskulýðsins með því að koma á fót verklegri kenslu í ýmsum grein- um. Það skiftir ekki mestu hvað kent er, heldur hvernig er kent. Eg tel hér um bil jafngott, hvort sem væri smíðað eða ofið, bundnir burstar, búin til föt eða skór, málað teiknað eða skorið í tré. Mér er mest kappsmál að kend sé einhver starf- semi með fullri hugsun og skilningi á því, að hún geti síðar á æfinni lagt drjúgan skerf til sannrar velmegunar og mann- gildis. ’En þó verður að gæta þess, að haga verkefnunum við aldur og þroska nemendanna, annars er hætt við að árang- urinn verði ekki annar en sá, að hafa set- ið hálflatur meðan á kenslunni stóð og kunna svo lítil skil á verkinu þegar henni er lokið, eins og dæmi eru til úr lélegum skólum. Eflaust mætti finna ýmsar leiðir til efl- ingar þessari hreyfingu, en í byrjun álít eg einna líklegust smá námsskeið með hæfilega mörgum og vel við eigandi náms- greinum. Mámsskeiðin ættu að vera fleiri en eitt á vetri í hinum fjölmennari bæjum svo að flestir umsækjendur gætu fengið aðgang. En mjög rnörgum nemendum getur einn kennari ekki sint í senn. Þeg- ar starfsemin er svo komin á nokkurn rekspöl og betur borfir til slíkra fram- kvæmda en nú, þá mundu menn beitast fyrir að koma á stofn vinnustofum fyrir börn og unglinga í öllum kaupstöðum og fjölmennum kauptúnum. Yrðu þær ann- aðhvort sjálfstæðar stofnanir eða í sam- bandi við barnaskólana. Gæti vel komið til greina að þær yrðu sumstaðar opnar alt árið. Þá gætu stálpaðir unglingar feng- ist þar við sitthvað verklegt á eigin spýtur,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.