Skinfaxi - 01.06.1918, Page 5
SKINFAXI
45
i tómstundum sínum. En að mestu leyti
yrðu vinnustofurnar að vera háðar eftirliti
þeirra manna er vel væru því starfi vaxn-
ir.
Á þennan hátt ætla eg, að með endur-
bættum skólum, meira íþróttalífi og nægi-
legum lómstundum til sanngjarnra skemt-
ana, muni einnig geta vaxið upp heilbrigð
kynslóð í kaupstöðunum, dugnaðarmeiri,
hugsjónaríkari og manngildisfyllri heldur
en horfur hafa verið á, á undanförnum ár-
um. Framh.
Vorþrá.
Vorið er komið. Móðir vor jörð hefir
kastað hvíta serknum, en klæðst græna
mötlinum. Sólargeislarnir færast í auk-
ana og verma og lífga alt kalt og dautt.
Vordísin sendir yl og birtu lengst inn í
sálarfylgsni mannanna og vekur hjá þeim
„djúpa djarfa þrá“ — þrá eftir einhverju
æðra og fegurra, þrá eftir að reyna á
kraftana í þarfir frjálsra og göfugra hug-
sjóna, er mættu verða landi og lýð til
gæfu og blessunar.
Slíkur vorhugur gerir oft vart við sig
í lífi þjóðanna. Fagrar frelsis og fram-
farahugsjónir vakna og birtast sem roði af
fegurri degi, en — því miður verða þær
oft að píslarvottum þroskaleysis þjóðanna
Heimskan, síngirnin, þröngsýnin og rækt-
arleysið ráðast á þær og drepa þær í
fæðingunni.
Ein af þeim hugsjónum, sem orðið hefir
þroskaleysinu að bráð, hér hjá okkur ís-
lendingum er þegnskylduvinnuhugmyndin.
Það var fögur dagsbrún sem þar birtist
og því ílt til þess að vita að þjóðin skyldi
ekki skilja hana betur en raun bar vitni,
er hún var lögð undir þjóðaratkvœði sum-
arið 1916.
Eftir þeirri hugmynd sem kemur í ljós
hjá Herm. Jónassyni, frumkvöðli málsins,
átti þegnskylduvinnan að stefna að því að
rækta betur landið, auka félagslyndi og
reglusemi og kenna mönnum gott vinnu-
lag og vinnustjórn, með öðrum orðum,
þegnskylduvinnan átti að vera lyftistöny
stórkostlegra framfara lands og lýð \
Þessa hugmynd dauðadæmdi þjóðin. Og
hvers vegna? [Jú, dauðasökin mun hafa
verið sú, að allir karlmenn frá 18—25
ára áttu að vinna í 3 mánuði án þess að
fá peninga fyrir vinnu sína. Gagnið, sem
þeir með því ynnu ættjörðu sinni og nám-
ið, er als ekki tekið með í reikningiun,
svo rígbundinn er hugurinn við aurana.
„Islendingar viljum við allir vera“, und-
ir þessi orð munu allir íslendingar taka,
við tignum ættjarðarást og þjóðrækni, við
segjumst „elska og byggja og treysta ó
landið“ og syngjum hástöfum: „Á meðan
gjálfur gyrðir lönd, þig geymi drottins hönd“.
Já, við erum fljótir til að biðja guð að
blessa og hefja landið okkar, en ef við
eigum sjálfir að hreyfa hönd eða fót í
þarfir þess, án þess að vera hálaunaðir
fyrir vikið, — þá? Ja, þá þykir okkur
4 mánuðir úr æfinni vera alt of stór skatt-
ur. Svona er ættjarðarástin hjá okkur á
háu stigi!!!
Hér á landi stunda menn aðallega tvær
atvinnugreinar, sjómensku og landbúnað.
Sjómenn munu, nær undantekningarlaust,
vera mótfallnir þegnskylduvinnu, að minsta
kosli á þeim grundvelli að aðallega sé
unnið í þarfir landbúnaðarins; íljótt álitið
virðast líka sjómenn þurfa að leggja rneira
í sölurnar en landbúnaðarmenn, en þrátt
fyrir það, gætu þeir áreiðanlega Iært mik-
ið af þegnskylduv., þar mundu þeir fá
tækifæri til að kynnast betur landbúnaðn-
um og læra að meta kosti hans, það gæti
svo leitt til þess að rígurinn á milli þess-
ara tveggja stétta — sem því miður, er
stundum helst til mikill — minkaði, eða
jafnvel hyrfi. Sjómenn tala líka oft um
að sjáfarútgerðin verði að bera hór mest
alla skatta. Því vilja þeir þá ekki stuðla