Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1918, Síða 7

Skinfaxi - 01.06.1918, Síða 7
SKINFAXI 47 Yfirlit yfir starfsemi og fjárhag U. M. F. Vestfirðinga- fjórðungs 1917. (Utdróttur úr skýrslum félaganna). I. Félagaskrá. I fjórðungnum voru við áraniót 1917, 12 félög með 404 reglu- legum félagsmönnum ; aukafélagar 40, (þar með taldir lieiðursfélagar). II. 31 fyrirlestrar voru fluttir á árinu í félögunum og haldnir 117 fundir. Handrituð blöð er félögin gefa út 9, tölublöð 60. 1 Matjurtarækt. 3 félög unnu um 20 dv. að kartöflurækt. 2- Trjárækt. Samtals gróðursettar 200 plöntur. Auk þess vann 1 félagið að gróðrarstöð í hreppnum (,,Huld“) en dagsverkatala ekki skráð. Miklu meira var þó unnið að trjárækt í félógunum, bæði við heimilin og í sameiginlegum trjáreitum félagauna, (Onundarfirði) en sú vinna ekki lögð í dagsverk í skýrslum félaganna. 3. Vegavinna. 1 félag vann 42 dagsverk að vegagerð i hreppnum. 4. Heimilisiðnaður. „U. M. F. ísafjarðar“ hélt heimilisiðnaðarnámsskeið með 112 nemendum; unnir munir 145. Hafði síðar almenna iðnaðarsýnint*u að loknu námsskeiði. Tvö önnur félög höfðu handavinnusýningar, (tóvinna og smið- isgripir). 5. Ijiróltir. Iðkendur 54. Æfingar sam- tals 185. Aðallega iðkaðir ýmsir fim- leikar, ísl. glíma og kapphlaup. Auk þessa löluvert iðkaðar skíða- og skauta ferðir innan félaganna; en óvíst um æfingafjölda. III. Fjárhagur. Skuldlausar eignir fjórð- ungsins 4531 kr. 56 aurar. Auk þess. sem hér er talið af störfum fél. innan fjórðungsins hafa þau töluvert unnið að ýmsum sjálfboðastörfum. Þann- ig unnu 2 félög 18 dagsverk samtals að heyvinnu fyrir 2 sjúka heimilisfeður í hreppnum ; eitt fél. hafði jólatré fyrir börn, annað fél. hélt uppi unglinganámkskeiði, kenslugreinar: íslenska, danska, enska og reikningur, hafði söngæfingar og 3 almenn- ar söngskemtanir. Nokkur félög starf- rækja tóbaksbindindisflokka innan sinna vébanda, einnig hafa 2 félög starfrækt bókasöfn; (annað fél. „bókasafn hrepps- ins“). Eitt félag hefir stofnað sjúkrasjóð til styrktar sjúkum félagsmönuum. 4 félög (i Önundarfirði) halda uppi póstferð, sam- eiginlega, um félagssvæðið á aðfangadag jóla. A t h s . Hvað fjárhag og eignir félaganna í fjórð. snertir, eru eignirnar í raun og veru meiri en útdráttur þessi ber með sér, sökum þess að nokkur hluti af löndum og lóðuni félaganna er ekki virtur til peninga. Einnig vantar skýrslu um efnahag 2 fél- aganna. 14. npril 1918 Bjarni Ivarsson. Félagsmál. Nýtt saiiibandsfélag. Ungmennafélagið Ingólfur i Holfahreppi í Rangárvallasýslu hefir sótt urn inntöku í Sambandið. Félagið er stofnað 14. júm' 1917 og telur nú 36 félaga. Myndu ekki fleiri lélög i Rangárvallasýslu telja rétt að fylgja dæmi Ingólfs. Skinfaxi býður hann velkominn. Fjórftungsþing Sunnlend i nga var háð í Rvík 10. og 11. maí eins og til stóð, og fór hið besta fram Þinggerð- in verður ekki sérprentuð að þessu sinni, en ágrip af henni mun siðar birt hér í blaðinu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.