Skinfaxi - 01.09.1918, Síða 2
66
SKINFAXÍ
sjá að stafa af óþrifnaði, hafa rénað, t.
d. sullaveikin. Þó er ástandið mjög al-
varlegt. Óþrifnaðurinn alt of mikili. Veld-
ur því bæði vanþekking, framtaksleysi og
fátækt. Alþýðan þekkir ekki nógu vel né
viðurkennir lækningakraft vatnsins, eða
nothæíi þess til þess að koma í veg fyrir
sjúkdóma. Ekki heldur undramátt Ijóss
og heilnæms andrúmslofts, né heldur
mikilvægi hreinnar hugsunar og siðsam-
legrar orðræðu. Og þó að menn viti alt
þetta, þá neyðir fátæktin margan mann-
inn til að breyta móti betri vitund. Húsa-
kynni almennings eru svo bágborin að
verulegar framfarir um breinlæti eru varla
hugsanlegar meðan svo búið situr. Verst
er þó þeirra hlutskifti, sem vita og geta
en brestur siðlega alvöru og þroska til
þess að breyta eins og þeir best vita.
Hér heíir verið minst á mál, sem mjög
varðar æskulýð landsins og raunar aljjjóð.
Hugsunarháttur manna þarf að breytast,
þannig að menn vandi fremur sín um-
ræðuefni, í stað hins venjulega veðráttu-
spjalls og hégómahjals um hagi náungans
eða jafnvel mannskemmandi orðræðu komi
mentandi og göfgandi samræður um við-
fangsefni mikilmennanna á sviði þjóðmál-
anna, bókmenta og lista.
Það er góðs viti, ef segja má um ein-
hvern ungan mann, að hann sneiði hjá
almennum dagdómum um hin auðvirði-
legustu málefni en beygi kné sín fyrir æðri
unaði, t. d. bókmentum og listaverkum
sem mikilmenni heimsins hafa gefið þjóð-
unum. Það er eitt hlutverk ungmenna-
félaganna að fjölga þeim mönnum. Og
þessu líkt er hið mikla starf: að innræta
hverjum Islendingi hreinlæti í hngsun, orði
og verki.
Hagleiðing.
Þú hefir kannske horft svo mörgu sinni
á hérað þetta af austurfjallabrún
og séð ])ar blika öll þau æfiminni
sem undin eru þar að Sögu-hún.
Þér er þar sjálfsagt margur staður mætur
er muni reikar feðra stöðvum á.
Eg veit þér muni hitna um hjartarætur
og hugur glúpna fyrir djúpri þrá.
Sú þrá er hvöt til lífsins gróðurlanda
að láta hefjast frægðar Sögu-hún,
þau merkin sem að mættu siðan standa
og mæna hærra en austurfjallabrún.
Og þó ])ú kanske verðir víða að kanna
þá vegi er liggja’ í gegnum slys og neyð.
— Á vonahimni allra æskumanna
er æfinlega stjarna er visar leið.
Við rennum augum yfir liðinn tíma,
er áar vorir bygðu þetta land
og sjáum hvernig lífsins gengur glíma,
að gleymskan verpur flestu’ í tímans sand.
Og þar er merki milli þeirra að draga
í minningunni er eiga nafn sitt geymt
og hinna er aldrei sást hver væri saga,
þvi sá einn deyr, sem allir hafa gleymt.
Eg veit og skil að það er margt sem þreytir,
en þungur róður gerir styrka hönd
og hver og einn sem krafti sínum beitir
hann kernur loks að sinni óskaströnd.
Og þá er lífið hans í góðu gildi
ef getur hafnað sig við þetta land,
hann eignast hæli undir Sögu-sklldi
og aldrei verpist hann í tímans sand.
En sveitin mín, eg sé þitt merki blikar
svo sára-lágt, á timans sóknarunn.
Og það er eins og allra rauna bikar
sé einmitt drukkinn tíðast liér í grunn.
En ef þú verður fús að fögru verki
að fella niður vanans heimsku-bönd