Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 3
SKINFAXI 67 og notar byr og nýrra reisir merki tþá nærðu höfn á þinni óskaströnd. X. Bókasöin Bandarikjamanna II. í síðasta blaði var þess getið að bóka- ■safnsvinunum hefði tekist að skapa al- menningsálit stefnu sinni í vil og skal nú hér reynt að gera nánar grein fyrir því. Eins og vér teljuin skyll að kenna hverju barni lestur, þannig segja Bandarikjamenn að þjóðfélaginu sé skylt að gefa hverjum tilvonandi borgara þess tækifæri til þess að geta notað lestrarkunnáttuna sér sjálf- um og þjóðfélaginu lil gagns. Góð bóka- söfn kosta ekki nema iítinn hluta ])ess fjár, sem árlega er varið til skólahalds, en þau geta þó verið æfilangur skóli hvers einasta manns. Þess vegna eiga þau jafnt tilkall lil opinbers styrks og skólar, póst- hús o. fl. slíkar ómissandi stofnanir. Sum- ir Ameríkumenu ganga ]ió enn lengra. Þeir meía meira bókasöfn en skóla. „Ætti eg að sjá af öðru hvoru, slcóla eða bóka- safni, nmndi eg kjósa skólann frá“, sagði einn fulltrúi þaðan á alþjóðaþingi bóka- safnsmanna í London 1897. Og svo bætti hann við: „Ef barn, sem aldrei hefði lært að lesa. ælti greiðan aðgang að safni með góðum og ginnaudi hókum, þá skyld- um við sjá hvort það lærði það samt ekki af sjálfu sér á einn eða annan hált“. Hér ska! nú ekki lagður dómur á hvort sé í ranniuni meira viiði, skóli eða bóka- safn, en mér virðist hvorttveggja nauðsyn- legt og bæta hvórt annað upp. Skólarnir hafa ef lil vill fastari tök á nemendunum en bókasöfnin og kennaranir fleiri tæki- færi, betri mentun og nánari þekkingu á nemendum sínum til þess að hafa áhrif =& þá heldur en bókaverðirnir á sína gesti. Hinsvegar ætlar allur þorri alþýðuskóla flestum nemendum sínum enn þá sama nám, stefna þeim að sama fræðslumarki, en bókasöfnin leyfa hverjum einum að stunda þau fræði er löngun hans og hvat- ir stefna helst að. En nú virðist viðleitni hinna fremstu skólamanna stefna í þá átt að jafna þennan mismun. Skólarnir ger- ast frjálslyndari en áður og leitast við að taka meira tillit til hvers einstaklings og bókasöfnin vanda æ meir til sinna starfs- manna. Og þó er enn ærinn munur. Skólarnir kenna lestur og meðal annars „ágrip“ af landafræði, náttúrufræði og sögu. Þá kemur bókasafnið og lánar börn- unum bækur um þessi efni, og þær eru að jafnaði girnilegri en „ágripm“, og fyr- ir tilstilli bókasafnanna verður lestrar- kunnáttan þannig æfinleg eign og daglegt Ijós, hvaða iðn og embætti sem maðurinn stundar. Bókasöfnin taka börnin í liand- arkrika sinn og sýna þeim í ferðasögu- bókum landkönnunarmannanna fjarlæg undralönd, hina lifandi og dauðu náttúru þar, fjöll og frumskóga, ár og vötn, sam- göngutæki og önnur mannvirki, lifnaðar- hætti og útilit ibúanna, félagslíf þeirra og alla menningu. I sögu-„ágripinu“ hafa börnin lesið og heyrt urn ýmsa merka menn og konur. í bókasöfnunum finna þau suma þeirra sjálfa — í verkum sín- um, finna hugsanirnar sem þeir hugsuðu, kvæðin og annan skáldskap þeirra, sem þeir hafa gefið mannkyninu, svo að það skyldi betur skilja sitt eigið líf og tilgang þess. Af því að bókasöfnin íylla svo mjög í eyður ágripanna og stuðla að því, að lestrarkunnáttan verði hyggindi sem í hag koma, þá þykir mörgum Ameríku- mönnum sem þetta tve.it, skóli og bóka- safn séu blutir, er eigi verði með réttu að skildir. Því þykir þeim jafnsjálfsagt að hver alþýðuskóli hafi tök á bókasafni líkt og Evrópumenn hafa talið hinum æðri skólum nauðsynlegt. Verður vikið nánar að því siðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.