Skinfaxi - 01.10.1918, Side 2
74
SKINFAXI
starfar. En til þess að bæta húsakost
alþýðu eru margar leiðir og mörg ráð.
Það er eitt merkisatriðið í sambandi við
húsagerðarmálið að þjóðin á gnægð vatns-
orku. sem mjög víða er nothæf til raf-
magns framleiðslu, er síðan geti hitað
þjóðinni og lýst um aldir. Annað afriðið
er það að samgöngur eru víða svo erfið-
ar á landi hér, að bæði er dýrt og torvelt
að tlytja að erlent byggingarefni. Eg hefi
einu sirmi konrið á bæ þar sem safnað
hafði verið fullu húsi af mosa, sem hafa
átti til eldsneytis til þess að spara skán-
ina — mótak var þar ekkert, en erfiðar
samgöngtrr tóku fyrir aðflutning á slein-
kohrnr. En skamt frá túninu öslaði straum-
hörð stórá óbeishrð til sjávar. En þarna
og svo miklu víðar brestur verkfræðilega
þekkingu, fé og framsækni til þess að
taka náttúruöflin réttum tökum og skapa
með þeim holl lífsskilyrði og samboðin
siðaðri og gáfaðri þjóð.
í síðasla blaði Skinfaxa var minst nokk-
uð á hreinlæti. Það er eilt merkisatriðið
r' sambandi vtð húsagerðina. Hin lélegu
húsakynni alþýðunnar eru ein orsök þess
að menn hafa svo mjög að engu hinar
vægustu kröfur hreinlætisins. Eða mun
það ekki fremttr letja menn til þess að
opna oft baðstofugluggana, að hafa verð-
ur sumstaðar mosa til eldsneytis? Mun
ekki óttinn við kuldann stundum draga
úr gluggastærðinni? Vatnsleiðslur og
brunna vantar víða á bæjtrm og jafnvel í
sumum sjóþorpum, þar sem slík tæki verða
þó ódýrari sökum sambýlisins. Baðhús
var til forna og fram eftir öldum á hverj-
um bæ. En hversu víða eru þau núna?
Hér er ekki rúm til að rekja málið nán-
ar. En ber ekki að þakka Guðmundi
Hannessyni það, að hann reynir til þess
að vekja menn til umhugsunar um húsa-
gerðina? Vissulega. Við íslendingar er-
um svo fáir, að við megum ekki við að
neinir kafni í óþrifum. En þegar við að
lokinni heimsstyrjöldinni og þeim höml-
um, sem hún Ieggur á viðskiftalífið. för-
um að vinna að ýmsum endurbótum inn-
anlands, þá tjair ekki að afrækja húsa-
gerðarmálið. Það er eitt Irið örlagaþrungn-
asta og mikilvægasta vandamál, sem nú
biður viturlegrar athugunar og skjótra úr-
ræða.
J. K.
Baugabrot.
Ávarp Einars Jónssnnar myndliOggvara
lil Vestur.fslendinga.
........Eg man það vel frá æsku minni
— er fólk tók sig upp og fór hópum sam-
an vestur yfir haf — þá þóttumst við,
sem heima vorum þess viss, að fyr mund-
um við mætast á landinu hins vegar
dauðans en í Ameríku, svo löng fanst
okkur Ieiðin þangað. Mér var mjög illa
við allar Ameríkuferðir, þó þótti mér, eins
og öllum okkur, sólarlagið unaðslegt. Það
virðist sem það hafi mjög Iokkað vora
gömlu forfeður. Eg elska og ber þá dýpstu
lotningu fyrir öllu, sem eltir sólina og svo
Iangt, sem sögur vorar ná aftur í tímann,
er sú elting eitt af aðal lífseinkennum vor-
um. Sólarlagið dró forfeður vora frá Nor-
egi, út til sólarlagslandsins, og þeir báðu
guðina að setja upp hásæti sitt þar sem
þeim þætti vænst. Þeir fluttu hásætið
þangað sem Hengillinn blasir við austri
og þaðan sem Esjan er svo fögur að líta.
En fegursta djásnið í þeim nýja hásætis-
stað var kvöldsólin, og í áttina til henn-
ar, alt út r sólroðann, benti langur fjall-
skagi með silfurgyltan Snæfellsás yst á
fingrinum. Á þessa töfrasýn varð for-
feðrum vorum all starsýnt. Loks hlýddu
þeir bendingunni og sólroðinn, sem þeir
ekki vildu missa dró þá út. Þeir tóku
sig upp og fóru að elta sólina, þeii kom-