Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1918, Síða 4

Skinfaxi - 01.10.1918, Síða 4
76 SKINFAXI Úti-íþróttir. iii. Hlaup. 1. Spretthlanp. (400 metra). Lengsta hlaupið af þeim hlaupum sem kölluð eru spretlhlaup, er 400 m. hlaup- ið — eða J/4 „mile“ í Englandi og þeim löndum serh enskt lengdarmíU nota. En spretthlaup eru þau hlaup kölluð, sem sérstaklega gera kröfu til ílýtis. Þetta hlaup er langerfiðast af spretlhlaupunum og þarf mestan undirbúning, því það gerir líka miklar kröfur til úthalds, jafnframt ílýtinum. Æfingin er mjög svipuð undir þelta hlaup og hin styttri, nema að við og við eru teknir lengri sprettir, 400—600—800 m. Mörgum veitir erfitt, að hlaupa þetta skeið frá upphafi til enda á tánum, enda eru góðir kálfar óhjákvæmilegir til þess. Það þarf því að gera talsvert til þess að styrkja þá. Ein æfing, sem nokkuð mikið má gera að, er það sem Amerikumenn kalla „jogging“, sem líklega mætti kalla „skokk“ á íslensku. Er skokkað í hægð- um sínum hált á tánum. Þetta er ágæt æfing fyrir kálfana. Viðbrögðin og 30—50 m. spreltir er aðalæfingin og það verður að æfa alla daga sem æft er, einnig ])á daga sem lengri sprettirnir eru æfðir, því flýtirinn er aðalskilyrðið. Viðbragðið hefir líka mikla ])ýðingu, vegna þess að á venju- legum (870 — 400 m.) hlaupabrautum er hlaupið byrjað skamt frá öðrum spor- baugsendanum og hagnaður að verða fyrst- ur inn i beyguna, því oft verða þeir við- bragðshægu innikróaðir milli hinna, eða þá jafnvel alveg aftan við þó, og er hlaupið þeim þá oft fyrirfram topað; eða þá að þeir neyðast til að hlaupa beygjuna víð- ari en þeir annars þyrftu, vegna þess, að þeir hafa mann á innri (vinstri) hlið og verða á þann hátt að hlaupa marga metra fram yfir hinn, sem auðvitað er á braut- arröndinni. Hagnaðurinn að góðu við- bragði í 400 m. hlaupi er því auðsær, ef ENSKUBÁLKUR. Tvær alþýðuvísur. Góða veislu gjöra skal, þá eg geng i dans; kveð eg um kóng Pipin og Ólöfu dóttur hans. Stígum fastar ó fjöl spörum ei vorn skó. : | : Guð mun ráða hvar við döns- um næstu jól : | : Mörður týndi tönnum; til það kom af því: hann beit í bak á mönnum, svo beini festi í. Þó er gemlan eftir ein: Það er bin hola höggormstönn, helst er vinnur mein. Two folksongs. Now we shall afeasting go, free from ev’ry care, Singing of king Pipin, and Olof his daughter fair. Let us dance merily, putting time aside. : | : God knows where we dance the coming Christmas tide : | : Murdoch’s teeth went amissing; in they would not stay. Backbiting it was, not the kissing, that sent them all astray. One is lelt the tale to tell: It is tbe ancient serpent’s tooth, sent to him from Hell.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.