Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1918, Side 7

Skinfaxi - 01.11.1918, Side 7
SKINFAXl 87 andi báruklið á strönd ættjarðar sinn- ar, cða hlusta á fossasönginn fram í dalnum. Og hvaða fegurð er svo háleit og dásamleg sem heiðríkt íslenzkt vetr- arkvöld, með norðurljósum á himni og isum á jörð. pað er ekki liægt að lýsa allri þeírri gleði, sem náttúran hefir að bjóða þcim, sem eru móttækilegir fyr- ir hana. Eiginlega er lífsgleðinnar að lcita innra með oss sjálfum í meðvitund- inni um að vera heilbrigður og frjáls í þerri lífsskoðun, sem við á þvi og þvi þroskaskeiði höfum tileinkað okkur. En gleði tóbaksins er smávægileg og dýrkeypt, því liún slítur heilhrigði og taugakröftum, og slíkt er i rauninni ckkcrt annað en sjálfdeyfing og andlegt sjálfsmorð. Geldur þú skatt þangað? Ameríski tóbakskonungurinn James B. Duke hefir látið gera gríðarmikinn lystigarð um sumarhöll sína, skamt frá New Jersey. pað sem þegar er lokið af verkinu hefir kostað 54 miljónir kr. Tó- bakskonungurinn hefir gerhreytt öllu útliti landsins. Hann hcfir bygt fjöll þar sem áður var sléttlendi, og þar sem áð- ur var eyðimörk falla nú stórir fossar. Sumar tjarnirnar cru svo stórar, að þær eru eins og stór stöðuvötn. Gangvegir og akbrautir eru þar meira en 6 mílur danskar og gosbrunnarnir eru sagðir meiri og fegurri en þeir í Yersailles. Og allar þessar miljónir hefir Duke grætt á að selja nikotineitraða vindlinga til heimskra karla og kverina og til ó- vita barna. púsundir af drengj um í borgum og cveitum hafa eitrast af hinni illkynjuðu vöru verkstæðanna hans, og fyrir marga af þessum hefir tóbakið eflaust orðið vegurinn lil ofdrykkju, glæpa, skamm- ar, syndar og glötunar. Yerksmiðjur hans ganga dag lit og dag inn og framleiða nýtt eitur, sem á að ríða mörgum mönnum að fullu og auðga tóbakskonunginn enn meir. peir scm kaupa tóhakið og halda tóbaks- nautninni við, eru þó hin eiginlega drif- fjöður í þessu fyrirtæki. Frá félagsmönnnm. Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrv. ritstj. þessa blaðs, hefir nú slept stöðu sinni við Kennaraskólann og tekur við forstöðu námsskeiðs fyrir sam- vinnumenn, er Samhand ísl. samvinnu- félaga gengst fyrir að haldið verði hér í Reykjavík. Er ællast til að það verði er stundir líða, fastur skóli, hliðstæður Verslunarskóla íslands. Nemendur Kcnnaraskólans i líð Jónasar munu margir sakna þess, vcgna stofnunarinn- ar, að hann lætur af þeim störfum. Ásgeir Ásgeirssou cand. theol. hefir tekið við störfum Jónasar í Kennaraskólanum. Hann er ágætur Ungmennafélagi, og var einn af hestu starfsmönnum U. M. F. Reykjvílc- ur, í blómatíð þess. ]?að eru meðmæli í augum Skinfaxa. Og þó að Ásgeir hafi cigi mikið fcngist áður við kenslustörf, þá má vafalaust vænta mikils góðs al' starfi lians. Steinþór Guðmundsson cand. theol. veitir nú forstöðu barna- skólanum á Akureyri. Hann var f jórð- nngsstjóri Sunnlendingafjórðnngs í þrjú ár, og gegndi þeirri þegnskylduvinnu með áhuga og frábærri elju. par hefir fjórðungssambandið mist göðan starfs-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.