Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 líufarirnar liófust stillu þjóðræknir menn Grænlandi upp á móti Brazilíu. Egill þórhallason frá Borg í Borgar- firði, sem í 10 ár var trúboði í Góðvon og prófastur yfir Grænlandi, ferðaðist um Vestribygðarliéruðin, sem eru á líku breiddarstigi og Vesturland, og taldi þau ekki standa að baki beztu sveitum á íslandi. Eftir að bann var kominn beim til Danmerkur, barðist hann fyrir því, að Islendingar næmu Grænland aftur. Grænland væri vel valið landnám fyrir íslendinga, vegna fornra minninga, vegna sérkennileika staðháttanna þar,er blífa íslendingum við hættulegri sam- kepni frá öðrum þjóðum og vegna þess, að vera Grænlands innan dansk-ís- lenzka ríkisins, opnar leið fyrir eins nánu, menningarlegu og stjórnarfars- legu sambandi milli þjóðarhlutanna og nokkur kann að æskja. Bygð vor á Grænlandi til forna stóð tæp 500 ár. pegar Grænland var num- ið 987 er haldið, að 500—600 manns hafi farið þangað, en þegar fóllcið var flest, á 13. öld, hafi búið 10,000 íslend- ingar á Grænlandi. Fólkinu fjölgaðijT' mjög ört. J>ar var gott til bjargráða: ^ fiskveiða, livala- og seladráps, fugla- tekju og dýraveiða. Landbúnaður og mjólkurnyt var rekin í mjög stórum stíl að sögn gamalla heimilda. Við bæj- arrústirnar standa enn réttir fyrir margar þúsundir fjár og fjósrústir fyr- ir hundruð nautgripa. Nýlendumenn liöfðu einnig hesta, svín og geitfé. Sauð- féð geklc sjálfala, en tóttir benda á, að lömb hafi þó verið hýst. Kúm, er Skræl- ingjar hafa nú, ætla þeir 5—6 hesta af heyi yfir veturinn! Erfiðast var sigl- ingaleysið, vegna fjarlægðar frá Noregi og skorts á skipaviði á Grænlandi. Kon- ungur gerði verzlunina að einokun, af því á Grænlandi fengust fágætar kosta- vörur, en vanræktj hana síðan, og loks lögðust siglingar alveg niður. Lands- menn skorti járn og vopn. Eyðing Skrælingja á hygðinni var svo grinmii- leg, að ekkert réttlæti er til, ef íslcnd- ingum veitist ekki uppreisn þeirra hörmunga. 1 þjóðtrú Skrælingja lilir meðvitund um, að íslendingar (Norð- urálfumenn) séu ekki allir dauðir og muni einhvern tíma koma á tveim skip- um og drepa alla Skrælingja. Strandræman er víða 20—50 dansk- ar mílur á breidd. Innarlega við firðina og inni í dölum var bygðin. ]?ar eru sumur heit og mjög þur, og lítil úr- koma sumar og vetur. Allskonar garð- ávextir vaxa þar ágætlega, þeir vaxa jafnvel úti á annesjum á sunnanverðu Grænlandi. Landið er inni í fjörðunum alt vafið í stórvaxna gróðurbreiðu, frá fjörum upp í fjallseggjar, svo hvergi sér í flag. par, sem rakt er í rót, nær grasið geisimiklum vexti. Yíðast livar er auðvelt að koma við áveitum. Gömlu túnin eru rudd og enn i rækt. Skógarn- ir eru tæplega eins háir og á íslandi tvegna berangra, en annar jurtagróður nær miklu meiri vexti. Veðrátta er tíð- ust logn og heiðríkjur, en að vetrinum koma oft heitir suðaustan og suðvestan- vindar. Suðaustan vindarnir spilla skóg- inum. pað er snjólétt á vetrum. 3 und- anfarna vetur hefir íslenzkt fé gengið igjafarlaust í óbyggilegum útkjálka í Eyslri-Bygð. Fuglum og spendýrum mundi fjölga aftur, ef þau væru friðuð. 1 sjónum er síld og þorskur. ]>ar eru beztu flyðru-, hákarla-, og heilagfiskismið í lieimi. Hreyfibátur með 100 hundir. af línu ætti að geta fengið 4000 kr. afla af heilagfiski einum að jafnaði á dag inn- firðis. Lækir og ár eru fullar af laxi og silungi að sumrinu. í stöðuvötnum og í fjörðunum er fiski alt árið. Óhemja af loðnu er við fjörurnar á vorin, Frá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.