Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 7
SK1NFAX1 15 því þeir höfðu ekki mannafla til þess að halda þeim úti. pað, sem bændur fiskuðu, urðu þeir að selja i vissum kaupstað, þó miklu lengri leið væri að fara, og sættu hegn- ingu, ef út af var brugðið. p’annig var maður er Hólmfastur hét, hýddur fyr- ir það að selja nokkra smáfiska i Kefla- vík, sem hann átti að lögum að selja í Hafnarfirði, og annar maður árið eftir (1700) tekinn og fluttur til þrælkunar á Brimarhólmi fyrir samskonar lög- brot. (Brimarhólmur var skipasmíða- stöð Dana). — Kaupmenn skömtuðu verðið á öllum vörum. pótt dýrt þyki saltið nú, var dýrara að borga 17 k r. fyrir eina tunnu um aldamótin 1700. Verzlunin var því ekki glæsileg: búð- uin oft lokað alla veturna, en á sumrum þegar kaupskipin komu, þyrptust all- ir á kaupstefnuna og margir, einkum hinir fátækari urðu að bíða ef til vill vikutíma um hásláttinn, til þess að fá sig afgreidda, og fá þá tíðast úrkastið er hinir ríkari ekki vildu. Með þessu og mörgu fleira voru meiíh ofurseldir gjörræði kaupmanna og kon- ungsmanna, og máttu svo að segja aldrei um frjálst höfuð strjúka, og al- veg fyrir það girt, að þeir gætu orðið efnalega né andlega sjálfstæðir menn. Og ofan á alt þetta gátu þeir átt von þess að verða reknir af jörðunum án nokkurra saka alveg upp úr þurru. — pað liggur því í augum uppi, að undir þessuni kjörum gat ekki verið um á- huga eða framfarir að ræða. pað þótti gott að geta barist i bökkunum og risið undir farginu, en þó voru það margir sem ekki gátu það. pegar hart var í ári — og þá var oft hart í ári, svo Jiart, segir eitt dæmi, að sjómenn reru í land með fyrstu drættina er þeir náðu til þess að matreiða og seðja hungrið — og stundum lagt óæti til munns — og hart að gengið, flosnuðu menn upp hópum saman og fóru á vergang með fjölskyldu sína, gengu betlandi og hnuplandi bæ frá bæ, og — margir króknuðu út af í vesaldómi og harð- rétli á flakki þessu. petta gefur nú noklcra hugmynd um líkamlegu og efnalegu hagsældina. En ef vér lítum innar, inn i hugskotið, hjartalagið; hvað má búast við að sjá þar? par er skuggalegt, þvi galdra- og djöflatrú fylla þar öndvegi og út frá hatur og nístandi hefnigirni til þeirra er léku þá svona grátt. Við crum svikn- ir, sögðu þeir, — svíkjum aftur, og þeir létu sand í ullina, lýsi í smjörið og jafnvel grjót o. fl. o. fl. — pað er stol- ið frá okkur, sögðu þeir, stelum aftur, og þeir gerðu það. Hugsunin varð gagn- tekin af einhverri vonskublandinni magnleysis-meðvitund, eins og á sér stað lijá mönnum sem hata, en geta ekki svalað sér, mönnum sem eru rang- indum beittir, en geta ekki náð rétti sínum. Og guð má vita við hvað myrk- ur það hefði lent, ef Hallgrímur Péturs- son hefði ekki kveðið „lieilaga glóð i freðnar þjóðir" og fleiri leiðarljós kom- ið og lýst þjóðinni út úr myrkrinu. (Framh.) Úti-íþróttir. I 12. tbl. Skinfaxa 1917, er grein með þessari fyrirsögn, eftir vin minn Ól. Sveins- son. Reynir hann þar, meðal annars, að skýra (þýða) það, sem Danir nefna „Fri ldræt“, Sviar nefna „Almán Idrott“ og enskumælandi þjóðir kalla „Athletics". Vill hann kalla þetta einu orði úti-íþrótt- i r. — Eins og lesendum blaðsins er kunn- ugt, þá skrifaði eg — fyrir nokkrum árum — um knattspyrnuíþróttina hér; voru þær greinar settar í úti-íþrótta-dálkinn, því eg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.