Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI Skaðsemi tóbaksins. I. Tóbakseitrið hefir geysimikil áhrif á líffærin. Fyrsl í slað örvar það taug- arnar, og því næst lamar það þær. það stækkar hjarta tóbaksneytandans og getur komið honum á vitlausraspítal- ann. Jeg er læknir við nokkra drengja- skóla, og er oft sóttur til pilta, sem fá hjartameinsemd. Níu tíundu hlutar af sjúkdómstilfellum þessum stafa af vindlingareykingum. Sérhver læknir þekkir vindlingshjartað. —.Jeg hefi séð gáfaða pilta verða að skussum og djarf- mannlega og hreinskilna drengi verða að hræsnurum af vindlingareykingum. Eg ýki ekki þetta, en segi að eins sann- leika, sem sérhver læknir og næstum því hver kennari þekkir. Dr. mcd. C. A. Clinton. II. Tóbaksmaðurinn getur ekki komist hjá eitri tóbaksins, það kemst inn í blóð hans og fer út um allan líkamann. pað hefir skaðleg áhrif á hjartað og á alla blóðrásina. Eitrið ræðst á hvert einasta líffæri í líkamanum. ]?að er erfiðara að lækna bcinbrot á forföllnum reykinga- mönnum, en á mönnum, sem ckki nota tóbak. Dr. Marshall Hall. III. Næst cftir áfengi er tóbak áreiðan- lega það, sem með varanlegri eitrun styður mest að því að úrkynja þjóðina. Brot úr erinði. (Flutt á sjómannasamkomu). Háttvirta samkoma! Á dökkum grunni sjást Ijósir hlutir bezt og á Ijósum dökkir. þegar eg ber saman nútíðina við næstliðna tíð, virð- ist mér eg sjá ljósan lilut á dökkum grunni. „það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar noklcuð á leið.“ pað er gleðilegt, þegar hægt er að seg'ja og sanna, að tímarnir hafi breyst til hatnaðar og mennirnir með. Mig' langar til að gera ofurlítinn samanburð í fáum, óákveðnum dráttum til þess að sanna með, að brcytingarnar hafi orðið til batnaðar. ]?ótt ekki sé litið lengra aftur í tím- ann, en til 16. og 17. aldar, má heita að hver blaðsiða sögunnar sé skráð blóði og tárum ófrelsis og áþjánar, hungurs og dauða. — pá er ekki um neina aðra alþýðustétt að ræða en bændastéttina, en hún reyn- ir að bjarga sér eins og bezt gengur, bæði af sjó og landi. Einstöku smábátar sjást hér meðfram ströndum við fiskiveiðar, örgrunt upp við landsteina, með handvað úr liross- bári eða logi, ef til vill útlent snæri, er þeir hafa stolist til að kaupa af út- lendum sjómönnum og mega búast við refsingu fyrir, ef uppvíst verður. Nokkur stærri skip sjást þó að veið- um einkum hér suður með sjónum. ]?að eru svokölluð konungsskip, skip er gerð voru upptæk af þjðvcrjum 45 að tölu, en aukin tala þeirra svo þau urðu flest 90 tals. — Á skipum þessum ákvað hans hátign konungurinn, að hver bóndi væri skyldur að láta 1—2 menn róa um vertíðina eða árið um kring, ef fógetanum bauð svo við að horfa. — Og sjálfur hirti fógetinn handa sér hlutina af helmingi þessa skipastóls. Engum þýddi að mæla móti því, er kon- ungur bauð, og af þessu leiddi að bænd- ur urðu að láta sina eigin báta standa uppi vertíð eftir vertíð og fúna niður,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.