Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 2
10 SKINFAXJ marga drjúga liðsmenn í Sambands- og f jórðungastjórnir. Vegna alls þessa, og vegna þess að Reykjavík er höfuðból íslenskrar menningar, miðstöð sam- gangnanna í landinu og sjálfkjörið að- setur sambandsstjórnarinnar, þá er það auðsætt, bver styrkur Sambandinu er að því, að lireyfingin sé þar bæði öflug og framkvæmdasöm. Og það vill Skin- faxi því minna Ungmennafélaga og aðra æskumenn á, þá sem koma til dvalar i Reykjavík, að þeir geta varla varið tóm- stundunum betur til annars, en að lcynn- ast Ungmennafélögunum og starfa í þeim með áhuga. Nú er i ráði að U. M. F. „Iðunn“ og „Reykjavíkur“ sameinist í eitt félag, sem þá mundi meira starfa í deildum og flokkum sökum fjölmennisins. Eitt af knýjandi nauðsynjamálum þess fé- lags mundi verða að beita sér af alefli fyrir byggingu samkomubúss handa fé- lagsskapnum. í því ætti og að geyma og starfrækja bókasafn félaganna, það ætti að vera athvarf allra Ungmennafélaga, sem dvelja i Reykjavik, — í tómstund- um þeirra. Slík húsbygging er ærið Grettistak einu félagi þó stórt sé, en til þess verks ætti það kröfu til samúðar og hjálpar Reykvíkinga og hvers einasta Ungmennafélaga. Og það er vegna þess, að húsið getur orðið sterkasta vígi Ung- mennafélagsskaparins í landinu. Landnámshugsjón og æska. Um 40 þús. eða yí hluti íslenzku þjóðarinnar býr nú landflótta í Kanada eða Randaríkjunum. pjóðerni þcirra er í voða, af því að þeir liafa tínst eins og dropar út í enskt þjóðhaf. Ekki hefði þurft annað en íslenzku útfíýtjendunum hefði verið beint í ónumið land, til þess að þar hefði vaxið upp nýtt ísland, þar sem innflytjendur frá öðrum þjóðum hefðu orðið að byrja lifsbraut sína eins og vér í Kanada, á lægstu stigum þjóð- félagsins, og verið einn kostur nauð- ugur, að taka upp mál landsins. Siðan 1912 hefir útflutningurinn ver- ið minni, af því að árið eftir hófst fjár- málakreppa og atvinnuneyð í Vestur- Kanada og Suður-Ameríku, sem eflaust hefði breiðst um allan heim, ef ófrið- urinn hefði ekki komið 1914 og hleypt öllu upp í verði. Nú stendur íslandi meiri voði af Ameríkuferðum en nokkru sinni fyr. Húdsonsflóabrautin, sem bráðum er fullger, og tilheyrandi gufuskipalínur til Norðurálfu gera Vesturfylki Kanada, sem hingað til liafa verið mjög afskekt, eins náin Norður- álfu og Austurfylki Randaríkjanna. En Kanada, sem gæti fætt hundruð miljóna fólks, er enn að mestu ónumið. Ónum- in akurlönd, vötn og skógar, fram með Húdsonsbrautarkerfinu eiga fyrir hönd- um, ef útflytjendur eiga ekki völ á öðru landnámi, að bera ættjarðarástina ofur- liða i brjósti margs öreiga Islendings, er ekki getur fengið jörð. petta er grátlegt, af því að útfarar- þráin og útflutningur er liið öflugasta lifsmark þjóðarinnar, ef það er stutt og því beint i rétta átt. pað, sem nú er hiiin engilsaxneski kynþáttur mann- kynsins, voru fyrir 15 öldum að eins nokkrir þýzkir landnámsmenn undir valdi hins rómverska lieimsveld- is. pegar England lióf landnám i öðr- um heimsálfum, var það enn veikt og fáment ríki. pað er dreifing þjóðarinn- ar, frumtaka nýrra landa og hinar mörgu fæðingar meðal landnemanna, er hafa gert veika smáþjóð að heims- þjóð. Hugmyndin um að fá íslenzkum útflytjendum þjóðernislegan griðastað mun því naumast vera ný. pegar Rrasi-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.