Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI því snemma að vorinu og langt fram á haust mætti ausa henni upp til fó'ðurs. Af málmum má t. d. nefna járn, kol, grafit, gimsteina, kopar, silfur, gull, asbest, kryolit o. s. frv. Alls liafa fund- ist um 200 málmar á Grænlandi. Kol- in hafa 3% ösku og 6000 hitaeiningar, álíka og ensk kol, helmingi meira en islenzk. Kopar og grafit hefir gefið mikinn gróða þessi árin, en af þvi að Grænland liefir kol, hefir verzlun þess og siglingar getað haldist óháð Eng- lendingum. Ullin t. d. getað sclst á 12—20 kr. pundið. Kryolit-félagið greið- ir % milj. kr. árlega í landssjóð Græn- lands fyrir námuleyfið. Náman sjálf er minst 20—30 milj. kr. virði. Kryolit er á fleiri stöðum á Grænlandi. Undan jökulskildinum steypist mikið vatnsafl niður í sæ. Sú eina milj. króna, sem Danir fá af Grænlandi árlega umfram útgjöld, er enginn mælkvarði fyrir því, hvað land- ið gæti gefið af sér, ef gæði þess væru notuð, ef 14 þús. kauplausir Skrælingja- kynblendingar væru settir til vinnu með fullkomnum tækjum og vcrkhæfri stjórn, cf landið væri friðað, svo að það gæti aftur fylst af hálfviltum dýra- hjörðum, ef hin einsdæma náttúrufeg- urð þcss væri opnuð fyrir ferðamanna- straum o. s. frv. Sumarið 1914 voru danskir verk- fræðingar að mæla fyrir loftskeytaslöð á Suður-Grænlandi. Fjarlægðin, sem átti svo mikinn þátt í örlögum íslend- inga á Grænlandi í fornöld, hefir nú rýmt sæti fyrir framförum í siglingum og skipagerð. Við Grænland eru sam- göngur hægar á sjó innan skerjagarðs- ins. Hafis er ekki til hindrunar. pað ganga skip til Grænlands alt árið nú. Suður-Grænland liggur beint á sjóleið- inni frá Norðurálfu til Vestur-Kanada og líklegt er, að við einhvern af íslausu fjörðunum við Hvarf (61 st. n.br.) verði miðstöð þessara skipalína, og þar eigi hafnar og útflutningsborg Kanada að risa upp, og Grænland verði stóriðnað- ar-, verzlunar. og siglingaland. Nú ey það ekki lengur einangrun náttúrunnar, heldúr einokunarlaganpa einna, er halda Grænlandi lokuðu fyi'ir innflutn- ingi fólks og menningar. Til U. M. F. nm áramótin. „Bf viltu ekki, iguð ei fyrirgefur, ■en getirðu ekki, það er annað mál.“ Ár er liðið enn sem fyr, ekki tíminn líður. Bráðum annað ber á dyr, burt það einnig líður. Tíminn ekki tefur við, líminn hvílist eigi. Lífið fylgir frarn um svið, fi’am, á nótt sem degi. Nix er tími er nota eigum nýtt að gera, heitum vér. Aldx-ei megum eina stundu, ónotaða láta hér. Ef oss viljann vantar eigi verður síður efndafátt. Viljinn hvetur, viljinn glæðir, viljinn styrkir okkar mátt. Andans löndin enn þá bíða óræktuð í vorri sál. pví er mál, þeirn’s lífi lifa, Ef oss viljann vantar eigi, Margt er enn sem vinna viljum, verðum muna heitin öll.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.