Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1919, Blaðsíða 8
16 SKINFAXI notaSi orSiS úti-íþróttir sem fyrirsögn, en þá orSiö knattspyrna, sem undirfyrirsögn, vegna þess, aö þessi íþrótt er flokka-íþrótt, sem iökuö er ú t i. Þótti Ól. Sv. að eg, meö þessu, hafa ruglaö þýöingu oröins (úti-íþróttir) fyrir sér. Mitt álit er enn þá þaö, að þetta orö sé altof víötækt, þegar átt er viö e i n m e n n- i n g s i þ r ó 11 i r eingöngu, því úti-íþrótt- ir má kalla allar þær íþróttir, sem framdar eru undir beru lofti. Þá er líka aö athuga, aö þessar iþróttir, sem Ól. Sv. vill aö eins láta kalla úti—íþróttir, eru líka framdar inn- anhúss, t. d. í Bandaríkjunum, og mætti þá alveg eins kalla þær i n n i - í þ r ó 11- i’r. Verður því altaf aö taka það fram, þegar talað er um úti-íþróttir, hvort átt er viö flokka-íþróttir eöa einmennings-íþrótt- ir. En þaö þóttist eg hafa tekið skýrt fram 1 þessum úti-iþróttagreinum mínum. Þaö er eigi von aö viö íslendingar eigum mikiö af oröum yfir hinar ýmsuiþróttagreinar.þar sem að íþróttir hafa ekki — síöan endur- vakningin hófst — veriö iökaöar nema nokkur ár; ööru máli er aö gegna t. d. meö Englendinga, þar sem íþróttir hafa veriö iökaöar í fleiri mannsaldra. í sjálfu sér er mér sama um þýöingu þessa orös, en hitt er mér eigi sama um, hvernig menn æfa i])róttir, t. d. undir berum himni. Viö ólafur höfum veriö aö leitast viö aö benda mönnum á þetta, og mun tíminn leiöa i ljós hvern árangur ])aö ber. Á gamlárskvöld 1918. Bennó. Félagsmál. Skýrslur pessi félög hafa sent skýrslur um störf sín ú næst liðnu ári; II. M .F. Ingólfur í Holtahr. í Árness. — Framsókn í Landbroti.- — Bifröst í Önundarfirði. -— Hekla á Rangárvöllum. -—- Biskupstungna. — Dagrenning í Lundarreykjadal. — Drengur í Kjós. Unglingur í Barðastrandas. — Slafholtstungna. — Egill Skallagrímsson á Mýrum. — Breiðablik í Önundarfirði. — Örn i Bildudal. — Hulda í Nauteyrarhreppi. Haukur i Leirársveit. —- Hvöt i Grímsnesi. — Skarphéðinn í Vík í Mýrdal. — Framtíðin í A.-Skaftafellss. — Meðallendinga. — Hrunamanna. — Drífandi undir Eyjafjöllum. — Ármann í pingvallasveit. — Afturelding í Mosfellssveit. — íslendingur í Andakíl. — Brúin í Hálsasveit. — Samhygð í Gaulverjabæjarhr. — Borgarhrepps á Mýrum. — Dagsbrún í Landeyjum. — Önundur í Önundarfirði. — Framar í Önundarfirði. — pór i Eiðaþinghá. — Dögun á Fellsströnd. — Reykdæla. pau félög sem eiga ósenda skýrslu eru vinsamlega beðin að gera það við fyrstu hentugleika. Nýtt sambandsfélag. U. M. F. Ármánn í þingvallasveit er efnilegt og gott félag. pað var stofnað í fyrravor í maí. Nú hefir það fengið inngöngu i sambandið og sent skýrslu og skatt. Skinfaxi ániar því allra heilla í framtiðinni og vill benda Ungmenna- félögum, bvar sem er á landinu, sem kynnu að takast ferð á liendur til að sjá sögustaðinn, að nú eiga þeir þar samherjum að fagna. Félagsprentsmiöjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.