Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1919, Side 8

Skinfaxi - 01.03.1919, Side 8
24 SKINFAXI að hinn sæli maður sparaði engan hlut til þess að jeg fengi þá n a f n b ó t, sem guð hefir mig til skipaðan, og veglegust lcann að fást: en það er að verða m a ð- u r. (Nl.) SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verö: 2 krónur. — (Jjalddagi fyrir 1. júlí Ritstjóri: Jón Kjartansson, Skálholtsstíg 7. Pósthólf 516. Félagsmál. pessar fréttir munu hverjum Ung- mennafélaga kærkomnar. Skýrslur hafa komið frá þessum félögum um störf þeirra 1918: U. M. F. Unnur djúpauðga í Dölum. — Tindastóll á Sauðárkróki. Árroðinn i Eyjafirði. Yalur í A-Skaftafellssýslu. — Mýrahrepps í Dýrafirði. Saurbæjarhrepps í Eyjafirði. Ársritið. Sambandsstjórnin hefir nú fengið hjá Fræðafélaginu alla (3) árganga Ársrits- ins, sem út eru komnir. Er nú búið að senda ritið öllum sem pöntuðu. — Af II. og III. árg. eru nokkur eintök enn óseld. Fjórði árg. ritsins kemur í vor og er um það samið að Sambandsstjórn- in fái allmikið af honum til útsölu. peir, sem kynnu að vilja kaupa Ársritið hjá sambandsstjórn, hvort heldur þá ár- ganga, sem út eru komnir, eða gerast áskrifendur framvegis, gefi sig fram við fyrstu hentugleika. Húnvetningar hafa nú stofnað með sér Héraðssam- band á grundvelli stefnuskrár U. M. F. íslands og gengið í Sambandið. Eru félögin 4, sem gengu í það á stofnfund- inum. Von er á að fleiri æskufélög í sýslunni komi á eftir. Fyrirlestramaður frá Sambandinu ferðast væntanlega um héraðið í maí næstk. Húnvetningum er áhugamál að halda íþróttanámsskeið innan héraðs svo fljótt, sem því verður við komið. Bláðið. Snemma á síðastliðnu ári var heitið verðlaunum til þeirra, sem sköruðu fram úr um stuðning við Sldnfaxa. Var þess þá getið að verðlaunin yrðu ákveð- in og auglýst síðar. Sá sem einna mest hefir unnið í þágu Skinfaxa er Sigur- geir Friðriksson kennari i Skógarseli i pingeyjarsýslu. Hann fær nú að verð- launum „þyrna“ í skrautbandi (bókhk- verð kr. 21.00). Guðm. Skarphéðinsson kennari i Siglufirði útvegaði 25 nýja kaupendur og fær að verðlaunum „Söngvar förumannsins“ (bókhl.v. kr. 15.00). þriðji sölumaður útvegaði 15 nýja kaupendur og fær hann mynd Ás- gríms af Höfn í Hornafirði. Auk þess fá 10 aðrir fyrir kaupendafjölgun hver um sig 2ja króna bók að verðlaunum. Nýir kaupendur að yfirstandandi ár- gangi fá eftir vali annaðhvort „pjóð- félagsfræðina“ eftir Einar Arnórsson fyrir hálfvirði, meðan upplagið endist, eða „Heimleiðis“ eftir Stephan G. Stephansson. Reynt verður og að veita vcrðlaun þeim útsölumönnum gömlum og nýjum, sem útvega nýja kaupendur. Menn eru beðnir að athuga það, að árs- gjald til Skinfaxa hefir alls ekkert hækkað síðustu 3 árin. Er þess þvi vænst, að vinir blaðsins geri nú sitt til þcss að það geti staðist kostnaðar- auka þann, sem af styrjöldinni hefir leitt. Ungmennaf élagar! munið að Skinfaxi er ykkar blað. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.